Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1960, Qupperneq 21

Muninn - 01.05.1960, Qupperneq 21
Spurði hann skipstjóra, hvort hann væri til- leiðanlegur að leyfa sér skipsrúm, því að sig hefði lengi langað til útlanda, og hann gæti vísað þeim á beztu miðin. Skipstjóri játaði því og kvað hann vera sér kærkominn og bað hann korna til skips daginn eftir. Eftir jretta reru jaeir í land til þess að bera fram erindið við prestinn. Urn kveldið ráðstafaði pilturinn húskofanum og þeim eigum, sem hann eigi hugðist taka með sér, og morguninn eftir reri hann til skips með kistu sína. Skipsmenn tóku honum tveim höndum, vísuðu honum til koju í hásetaklefanum og sýndu honum skipið. Hann kunni brátt vel við sig meðal þeirra. Skipstjóri kynnti hann stýrimanni, öldnum karli, þéttum á velli og góðlátlegum, og yfirbragð hans allt geisl- aði af fjöri og kátínu. Hann sagði brandara, sent pilturinn að vísu skildi liarla lítið í í fyrstu, en eftir nokkra dvöl á skipinu fór hann að geta talað við skipverja. Snemma lærði hann t. d. nöfn á hinum hlutum skips og seglaútlíúnaðar eins og reiða, rám, fokku, brandsegli, stórsegli, toppsegli og fleiru. I þessu, eins og öðru, sýndi hann námsáhuga sinn og dugnað. Eftir töluverða útivist var haldið heim til Englands. Skipverjar hlógu, sungu og léku við hvern sinn fingur, en pilturinn stóð einsamall aftur í skut og horfði á fjöll ætt- landsins sökkva í öldur úthafsins. Hjarta hans fylltist trega, er hann minntist alls þess góða, sem Jrað gaf honum, en þá sneri hann hug sínurn fram til þess ókomna, óþekkta, og hann reisti sig upp og hét sjálf- um sér Jdví að láta aldrei bugast, livað sem á vegi hans yrði. Hann starfaði á vakt skipstjóra. Skip- stjóri spurði hann títt um æsku hans, sagði honum sögur af sjálfum sér og skútunni. Hann var af sjómönnum kominn, líkt og pilturinn, fór snemma að aðstoða föður sinn og fara á sjó með honum. Þannig vann hann sig upp, unz hann keypti sér skútuna og hóf fiskveiðar á henni á íslandsmiðum. Hann hafði nú stundað þær um nokkurt skeið og ætíð farnazt vel, oft fengið slæm veður, en sloppið óskaddaður. A heimleiðinni skall á óveður, öldurnar æddu, stormurinn geisaði. Einn dag, þá vakt skipstjóra var á leið niður, tók hann út af brotsjó. Pilturinn stakk sér til sunds og náði í skipstjóra, þar sem hann var að hverfa meðvitundarlaus í djúpið. Eftir þetta hafði skipstjóri mikið dálæti á honum. Setti hann ávallt hið næsta sér og virti hann mikils. Er til Englands kom, bauð hann piltinum að kosta hann til stýri- mannsnáms og ganga ihonum að öllu leyti í föður stað. Þrjátíu árurn seinna varpar snotur snekkja akkeri úti fyrir þorpi á ströndinni við yzta haf. Báti er skotið út, og hár, mynd- arlegur miðaldra maður stígur á land. Fólk- ið starir undrandi á þennan mann, enginn þekkir liann. Hann gengur rakleitt vestur sævarkambinn að fiskilijalli, sem stendur þar, sem fyrir mörgunr árum var kofi fiski- mannshjóna. Maðurinn drukknaði, konan dó úr tæringu tveim árum seinna, og sonur- inn livarf með fiskiduggu fyrir um Jrað bil 30 árum. Til hans hefur enginn frétt síðan. Hann stendur stundarkorn við hjallinn. Síðan leggur hann leið sína í kirkjugarðinn. Fáeinir forvitnir strákangar elta liann. Þeir sjá hann staðnæmast við gröf í suðaustur- horni garðsins. Þar hvílir kona, er missti mann sinn í sjóinn og lézt úr tæringu stuttu síðar. Maðurinn gengur til báts síns. Hér bind- ur hann ekkert. Hann ætlar aldrei framar að stíga hér á land. Skipið léttir og siglir burt. í lyftingu stendur skipstjórinn og horfir til hafs. Völsungr Rerisson. MONI N N 93

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.