Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1960, Qupperneq 5

Muninn - 01.05.1960, Qupperneq 5
stofuna ásamt uppdrætti. Það er ágætt að birta slíkt, og í greininni eru athyglisverðar athugasemdir. Mér flaug að vísu í hug að birta uppdrátt af setustofunni með greinar- korni mínu um hana í síðasta tölublaði Munins, en féll frá því, þótti varla taka því. En þarna hafið þið þá uppdráttinn og er það ágætt. Á næstu opnu er saga um fjallaferð, snot- urlega skrifuð, en ekki sterk. Raddir vornæturinnar er skemmtilega kúnstugur samsetningur. Annars tel ég póli- tískan áróður í söguformi hæpinn, ekki sízt í skólablaði. En Heiðar sleppur sæmilega frá þessu fyrirtæki sínu, enda hefur hann lipran penna og er á uppleið. Heiðar er les- endum Munins að góðu kunnur og hefur birt þar nokkrar ritsmíðar, sem ég tel standa þessari sízt að baki. Guðmundur Arnfinnsson birtir þarna ljóðaþýðingu, prýðisgóða, og er hún með því bezta í blaðinu. Guðmundur var mjög efnilegur fyrr á árum og birti þá mörg snjöll kvæði, en síðustu þrjú árin mun skáldfákur hans löngum hafa verið staður. En nú hefur -hann loksins náð sér í keyris- spotta, og virðist barsmíðin bera nokkurn árangur. Þá er komið að „Merkurn mönnum". Eg tel unr alltof merka menn að ræða,til að slík greinargerð sé samboðin þeim. Pistlarnir yrðu taldir rétt svona miðlungsgóðir í Carmínu. Pistillinn um Óla er sýnu beztur. Þá komum við að honum Mikael mínum blessuðum og sögunni hans. Hann hefur nú haslað sér völl meðal snjöllustu skriffinna skólans og mun áreiðanlega ekki láta staðar numið. í þessari sögu hrjóta úr penna hans setningar, sem verða að teljast snjallar, hvaða mælikvarði, sem á þær er lagður. En hann ætti að temja sér ögn meiri vandvirkni og gefa góðum bókmenntum meiri gaum, ef hann vill ná árangri. Svo kemur Útgarðspistill. Það er óttaleg- ur Morgunblaðsstíll á honum. Greinin urn þéringar virðist lítið erindi eiga til okkar. Það er bjart yfir Ijóðinu eftir Fjalar, og það er í því lýrik. Það er óður til fegurðar- innar og lífsins, þess máttar, sem höfundur persónugervir og kallar guð. Ég óska höfundi sögunnar Þögnin talar til hamingju með verk sitt og vona, að hann komi til Munins næst. ETm tvær næstu sögur hef ég lítið að segja, önnur þeirra var mér áður kunn. Terpen- tínan er sæmileg, og lætur höfundur henn- ar vonandi meira frá sér fara. Hún er á við það bezta í skólablaði þeirra Reykvíkinga. Róni Þorsteins Geirssonar er prýðil-egur. Þorsteinn léði okkur söguna til birtingar í jólablaðinu, og var hún mér því áður kunn, en hún hlaut því miður ekki náð fyrir aug- um ábyrgðarmanns og heltist því úr lest- inni ásamt fleiru. Bið ég Þorstein afsökunar á þessu og vona, að hann eigi eftir að senda Munin fleiri ritsmíðar. Heiti sögunnar „Glufa í hversdagsleik- ann“ er snjallt. Um innihaldið ræði ég ekki. En svo k-emur rúsínan í pylsuendanum, hann Jón minn frá Skötuvík. Það er gott til þess að vita, að til skuli vera jafn stílsnjallir menn í þriðja bekk og auk -þess svo vel að sér í bókmenntum, að þeir geta vitnað í Einar Ben. En annaðhvort hlýtur Jón að hafa fengið slæmt liöfuðhögg eða vera óvenjulegur húmoristi. Það er ekki of fast að orði kveðið, að í greininni sé öllu snúið við. En vonandi er greinin aðeins stílæfing; að höfundur sé að stæla Jónas Þorbergsson eða einhvern annan elliæran afturhaldssegg, sem einu sinni var gáfaður. Sem slík er greinin ágæt. Tel ég því algjöran óþarfa að ræða hana frekar og læt hér staðar numið. Að lokum óska ég aðstandendum Gambra til hamingju. Þeir hafa að mínum dómi haft erindi sem erfiði. En fyrir alla rnuni haldið áfram og vinnið fleiri slík verk, sjálf- urn ykkur til sóma og öðrum til ánægju. Már. M U N I N N 77

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.