Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1960, Qupperneq 24

Muninn - 01.05.1960, Qupperneq 24
eítir Guðmund Arnfinnsson. Minni karla flutti Nanna Bjarnadóttir, minni kvenna Hákon Árnason og minni skólans Sigríður Hannesdóttir. Að lokum liéldu skólameist- ari og bæjarstjóri stuttar ræður. Á Sal var dansað til kl. hálf fjögur. Þar skemmtu m. a. Atlantic kvartettinn og Helena Eyjólfs- dóttir. Hátalarakerfi það, sem fengið var að láni fyrir skemmtunina, náði alls ekki til- gangi sínum og eyðilagði gjörsamlega söng Helenu. Skreyting skólans fyrir hátíðina tókst einkar vel, og setustofan var sérlega vistleg. Gestir á Sal. Slæðingur merkra rnanna hefur komið í Sal eftir jólin. Fyrst er þar að geta Sæmund- ar á Sjónarhæð, liann kom á Sal 8. jan. sl. og predikaði þar yfir nemendum. Nokkrum dögum síðar kom Heiðar Ástvaldsson dans- kennari, í þetta skipti með gullmedalíu í viðbót við hinar tvær ,og bauðst til að kenna nemendum hinar ýmsu danskúnstir sínar. Á bindindisdaginn, 1. febrúar, steig Jó- hann Þorkelsson skólalæknir í pontu og hélt þar erindi um heilsusamlega lifnaðar- háttu. Hinn 11. marz sl. komu allnýstárlegir gestir á Sal. Voru það fimrn S.-Afríkumenn, sem komnir voru að boða siðvæðingu. Töl- uðu fjórir þeirra, tveir svartir og tveir hvít- ir. Að lokum þakkaði skólameistari þeirn fyrir komuna með nokkrum vel völduni orðum. Síðar sama dag sýndu þeir kvik- myndina „Frelsi“ í Nýja-Bíó. Kvikmynd Jressa liefur Siðvæðingarhreyfingin látið gera um ástandið í Afríku á vorurn dögurn. Úlfur Ragnarsson, læknir í Hveragerði, kom á Sal hinn 14. marz. Ræddi hann m. a. um veru sína hér í skólanum fyrr á árum og varð sérstaklega tíðrætt um Sigurð heitinn Guðmundsson skólameistara. Úlfur kom nokkuð víða við, og var mjög skemmtilegt og upplyftandi að hlýða á hann. Spurningasalur var 23. marz sl. Er það mál manna, að sjaldan hafi spurningar ver- ið jafn lélegar og nú í ár. Er sannarlega illt til þess að vita, ef húmorinn í skólanum er orðinn svo lélegur, að enginn treysti sér lengur til að lauma fyndnum bröndurum í kassann. Starfsfræðsludagur var haldinn hér á Ak- ureyri 3. apríl sl. Olafur Gunnarsson sál- fræðingur var fenginn til að skipuleggja hann, og lagði hann leið sína hingað í skól- ann síðasta dag marzmánaðar og flutti er- indi um starfsfræðslu og starfsval. Ennfrem- ur gaf hann nemendum kost á að hitta sig á kennarastofunni síðar um daginn. Tónlistar- og bókmenntakynningar. Hinn 6. des. sl. voru hundrað ár liðin frá fæðingu Einars H. Kvaran, og var í því tilefni heldin kynning á verkum skáldsins að kvöldi lrins 7. sama mánaðar. Hjörtur Pálsson flutti erindi um skáldið, en Guðný Sigurðardóttir og Rögnvaldur Hannesson lásu tir verkum Jress. Einnig var þáttur úr Lénharði fógeta fluttur af segulbandi, flytj- endur voru nokkrir nemendur úr efstu bekkjum skólans. Tónlistarkynning var haldin á Sal 15. des. sl. Kynntur var jass. Plötur voru fengn- ar að láni frá upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Kynningin var vel sótt. Önnur tónlistarkynning var haldin í janúar. Lúðra- sveit Akureyrar lék ýmis sígild lög. Um áttatíu nemendur sóttu kynninguna. Nýtt félag var stofnað í skólanum þann 13. marz. Nafn þess er Espero og tilgangurinn að efla esperantoáhuga og esperantojrekkingu með- al nemenda M. A. Stjórn skipa: Björn Teitsson, formaður, Kristinn Jóhannesson og Rögnvaldur Hannesson. Þá eru senn upptaldir minnisverðustu atburðir vetrarins. Á öðrum stöðum í blað- inu má finna upplýsingar um skólaleikinn, 96 m u N I N N

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.