Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 4

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 4
óþverrakjaftæði gegnir allt öðru máli. Það er einmitt hinn óbilgjarni uppreisnarandi gegn öllu og öllum, sem varð lífgjafi Gambra og aflvaki, a. m. k. að öðrum þræði. Það er einkenni margra þróttmikilla og framgjarnra ungmenna að feta ekki troðnar slóðir lengur en það virðist réttmætt, held- ur rísa upp og lúta engu valdi og bera bar- áttumál sín fram til sigurs af eigin ramm- leik. Það þarf töluvert til að ráðast í eigin blaðaútgáfu, einkurn ef þess er gætt, að í lilut eiga félitlir menntaskólanemar. Það væri alls ekki rétt að leggja sama mæli- kvarða á blað þeirra og til dæmis Muninn, sem er gamalt og gróið skólablað, sent gera verður kröfur til, að flytji ekki annað en það bezta, sem skrifað er í skólanunr .Það er útbreidd skoðun, að Muninn eigi að vera ruslakista, sem alls konar léttmeti sé hrúg- að í, hrært saman og þrykkt. Ég tel betra að gefa út lítið blað, sem stendur fyrir sínu, en viðamikið sorptímarit. En bezt er, að hvort tveggja fari saman, síðufjöldi og gott inni- lrald. Ég bendi óánægðum lesendum Mun- ins góðtuslega á, að sá árgangur, sem nú er að ljúka, er hinn stærsti, sem út hefur kom- ið ti! þessa. Unr efnið dæmi ég ekki, en vilji einhver gera sanranburð, er lrægur vandi að leita til fyrri árganga. Þegar við flettunr hinunr ný-útkomna Gambra, vekja hinar snjöllu nryndir sjálf- sagt fyrst athygli flestra. Mikil alúð virðist lrafa verið lögð við myndskreytingar blaðs- ins, og er auðséð, að þar hafa liprir teiknar- ar verið að verki. Fjölritun blaðsins er einn- ig hreinleg. Setur þetta tvennt snyrtilegan svip á blaðið. Öðrunr frágangi blaðsins er nokkuð ábótavant, kommuvillur sjást, nokkrar augljósar prentvillur eru í blaðinu og orðalag og málfar víða mjög klúðurslegt. Tvennt hið fyrra er að sjálfsögðu sök próf- arkalesara, en ritnefnd hefði verið í lófa lagið að útrýma nrállýtum og færa einstak- ar setningar í stílinn, þótt vitaskuld sé hæp- ið að breyta handritunr að nrun. Þó má eng- inn útgefandi láta það eftir sér að birta góða hugsun í tötrunr, varla heldur, þó að það sé della, senr sagt er. Fjölritun blaðsins er betri en áður Irefm' þekkzt hér. Því er þó ekki að leyna, að fjölritað lesmál er ætíð nrun óhrjálegra en prentað. En fjölritunin gefur nrun frjálsari hendur unr myndskreyt- ingu og er að því leyti æskilegri, en þó blas- ir sífellt sú hætta við, að myndskreyting gangi út í öfgar verði nokkurs konar aukageta. Virðist mér örla á þeirri tilhneigingu í blaði M. R. Þau hausa- víxl eru nriður æskileg. Myndirnar fá þá það hlutverk „að skýla þankans hrörnun“, svo að ég noti tilvitnun þeirra í Gambra. Og jafnvel þótt öðru máli gegni unr prent- að nrál, er ég andvígur nryndunr, líka þar; þær draga athygli lesandans frá lesmálinu. Hinir, sem hafa mesta ánægju af myndum, græða fæstir á því að lesa sæmileg blöð og geta því sparað sér þá fyrirhöfn. En við lítum aftur á blaðið og byrjum á forsíðunni, þá verð ég að segja það, að nrér finnst hún lítið smekkleg. Þar nrun eiga að vera mynd af uglu. En eins og hún er þar, nrinnir hún óhugnanlega á aðra fuglsmynd, miður geðþekka. Einnig þykir mér, sem þetta tákn skólans, uglunryndin, hafi á und- anförnum árum skartað óþarflega víða. Það er ekki gerður svo ómerkilegur aðgöngu- miði að skólaskemmtun eða gefinn út blað- snepill, að ekki sé skellt á hann uglu. Uglumerkinu er líkt farið og þjóðfána, að gæta verður hófs og smekkvísi unr notkun þess, annars verður það hversdagslegt og glatar virðingu sinni og verður eins og hver önnur fánýt fígúra. Og ég fæ ekki betur séð en í ár séu uglurnar frekar tvær en ein á forsíðu Gambra. Á fyrstu opnu blaðsins er svo ávarp rit- stjóra, að sjálfsögðu ugluskreytt. Þetta ávarp Kristins er myndarlegt og skorinort, eins og vænta mátti. Næst verður fyrir okkur grein um setu- 76 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.