Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 29

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 29
A. eitt þeirra. Þar sem flestir leikirnir voru háðir rétt fyrir páska, gat skólinn ekki teflt fram sínu sterkasta liði vegna fjarveru manna í páskaleyfi. SUND. Sundmót M. A. fór fram laugardaginn 31. okt. í Sundlaug Akureyrar. Gefið var leyfi úr tveim síðustu tímum, og fjöl- menntu nemendur mjög til mótsins. Keppt var í 7 greinum, og var keppnin bæði tví- sýn og skemmtileg. Verðlaunapeningar með MA-uglu voru veittir fyrsta manni í hverri grein. ÚRSLIT: 50 m. skriðsund karla (11 kepp.): 1—2. Óli Jóhannsson II ........ 30.8 sek. 1—2. Magnús Ólafsson V......... 30.8 sek. 3. Svanur Eiríksson III .... 32.0 sek. 50 m. bringusund karla (6 kepp.): 1. Valgarður Egilsson V ....... 36.2 sek. 2. Baldvin Bjarnason V ....... 36.6 sek. 3. Kristján Ólafsson III ..... 37.6 sek. 50 m. skriðsund kvenna (4 kepp.): 1. Valgerður Valgarðsdóttir Lpr. 40.5 sek. 2. Auður Friðgeirsdóttir II .... 40.7 sek. 3. Erla Möller I............... 42.8 sek. 50 m. baksund karla (2 kepp.): 1. Óli Jóhannsson II........... 40.5 sek. 2. Garðar Gíslason V........... 42.9 sek. 100 m. bringusund karla (5 kepp.): 1. Valgarður Egilsson V . . . . 1.20.0 mín. 2. Baldvin Bjarnason V .... 1.24.4 mín. 3. Kristján Ólafsson III .... 1.26.6 mín. 4x25 m. boðsund kvenna (3 sveitir): 1. Landsprófsdeild ......... 1.26.2 mín. 2. I bekkur................. 1.28.3 mín. 3. II bekkur ............... 1.28.5 mín. 10x50 m. boðsund karla (5 sveitir): 1. V bekkur .............. 5.50.2 mín. 2. III bekkur............. 5.59.8 mín. 3. VI bekkur ............. 6.07.7 mín. 4. IV bekkur ............. 6.08.6 mín. 5. Miðskóladeild ......... 6.30.8 mín. Stig: 1. V bekkur .................. 30 stig 2- II bekkur ................. 15 stig 3. Landsprófsdeild .......... 13V2 stig 4. III bekkur................ ID/2 stig 5. I bekkur ................... 7 stig 6. -7. VI bekkur............... 3 stig 6.-7. IV bekkur ............... 3 stig BÆN EYRBYGGJA O, þú Summus Geómetricus! Verndari hringa og horna, konungur boga og bauga, hertogi snertla og sneiða, barón geisla og geira, greifi hliða og hæða, stjómandi punkta og prika, plúsa, mínusa og strika. Sendu vizku þína eftir parallellum línum til oss allra, sem erum smáir sem hinn geómetríski punktur, og varna því, að vizka þín renni í hring í hugum vorum. Styrk oss til að greiða úr þeirri geómetrísku flækju, sem umlykur oss á þessari stærðfræð- innar stundu. Ljúk upp augum vorum fyrir leyndardómum hyrninga þinna, og gef oss kraft til að sanna reglur þínar. Gef, að vér líkjumst þér æ sem mest og lærisveinum þínum, Arki- medesi og Pýþagórasi, Bi-ynjólfi og Sveini og ger vizku vora kongrúent speki þeirra. Gef, að vér minnumst hins gullvæga kvæðis: Þó að ég sé allra verstur í algebru, þá er ég manna beztur í geómetríu! Saumaðu fyrir vor geómetrísku göt með þinni óendanlegu línu, svo að vísdómur þinn megi geymast þar heill og óskertur til ei- lífðar eins og kjöt í frystihúsi KEA. Amen, punktur og strik. Eyrbyggjar. (Eyrbyggjar voru fimm strákar úr þriðja bekk, sem bjuggu á Eyri veturinn 1942—43). M u N 1 N N 101

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.