Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 6

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 6
„EG HEF NEFNILEGA ALDREI NOTAÐ SKOREIMAR” Hérna einn laugardaginn eftir óskalög örkuðum við tveir lærisveinar Þorbjarnar Friðrikssonar til lians heinia að Tindastóli á Suðurvistum M. A. til þess að tína nokkr- ar fróðleiksflær af lians meistaralegu tign. Við drápum á dyr hans og að innan barst svefndrukkin rödd dulfræðingsins: „Sé þetta hinn armi skálkur og galgenfógel Ein- ar Pétursson, þá abi, annars — kom inn.“ Við tökum hæversklega í þetta, sem einu sinni var handfang, og opnum dyrnar. Þar gat að líta, sinn í hvoru fleti, þá Siglfirðing- ana Pál Helgason og Þorbjörn Friðriksson og móka báðir. „Hver er þar?“ heyrist undan bókinni Byltingin á Spáni, sem fakírinn hefur lagt yfir ásjónu sína í svefninum. Við segjum til okkar og. . . . „Hvern fjandann viljið þið upp á dekk?“ „Okkur langar til að fá við þið viðtal, Þorbjörn, í Munin.“ „Nei, það kemur ekki til nokkurra mála, en tyllið ykkur samt, stýrin,“ segir meistar- inn. Við látum þetta andsvar ekkert á okkur fá, því að við erum ýmsu vanir sem blaða- menn, en hefjum óðar viðtalið. „Hvenær ertu fæddur, Þorbjörn, og hvar?“ „Það er ég ekkert að fleipra með í öðrurn sóknum, en mér er nú sarnt því sem næst al- veg óhætt að fullyrða, að það liafi verið í ágúst árið 1941.“ „Varstu brekagjarn í bernsku?“ „Nei, ekki get ég nú sagt það,“ segir Þor- björn og veltir vöngum. „Heyrðu mig, Tobbi, hver var það nú aftur, sem hengdi köttinn ömmu sinnar í snúrustaurnum hérna um árið?" hvín und- an voð Páls. „Þegi þú, þrællinn, annars var það mak- legt á kvikindið, því að það hafði firrt mig svefni í þrjár nætur samfleytt með afmors- hljóðum sínum.“ Við flýturn okkur að grípa fram í til þess að firra frekari vantræðum, því að Þor- björn er forn í skapi og heiftúðgur. „En gekkstu ekki í barnaskóla á Siglu- firði?“ „Jú, illu heilli. Ég komst þar í kynni við kennslukonur og hef löngurn átt í útistöð- um við þá stétt." „Já, en nóg um það, Þorbjörn, en hvað svo?“ „Þaðan fór ég í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar og lauk þaðan landsprófi árið 1957 — ja, við látum einkunnina liggja á milli hluta, — og hef sinnt fræðistörfum í þessari ágætu menntastofnun upp frá því.“ „Hvað um sumar-störfin?" „Grúturinn, maður, grúturinn, hvað annað en grúturinn?" „Já, hæfir skel kjafti, eins og kerlingin sagði,“ grípur Páll fram í, „enda vill hann ekki nokkur kvenskepna í norðurlandskjör- dæmi vestra, og þótt víðar væri leitað." „Heyrðu mig, hvort er þetta viðtal við ntig eða þig, þrællinn?“ segir lífsfílósófinn og yglir sig framan í Pál. Við reynum að draga athygli Þorbjarnar frá Páli og spyrjum, hvort hann hafi aldrei unnið við neitt annað. „Jú, ekki get ég neitað því,“ segir Þor- björn, „ég hef t. d. lagt stund á landbúnað- arstörf — var í sveit á þeirn árurn, sem mað- ur gekk í gommenskóm og koti, — en af skiljanlegum ástæðum var ég ekki nema eitt sumar á hverjum bæ.“ „Náttúrlega, — en er það satt, sem sagt er, að þú sért göldróttur, Þorbjörn?“ „Það er lygimál,“ segir Þorbjörn snúðugt. „Þú ert fakír þá, er það ekki?“ „Ja, það er nær lagi, — ég hef lítið eitt setið á naglabretti." 78 m u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.