Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 15

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 15
RAFMAGN OG RAFMAGNSLEYSI Uppúr heimsstríðinu fyrra gerðust þau tíðindi á íslandi, að fólk fór að búa í hús- urn og klæðast fötum. í heilum byggðarlög- um hættu menn jafnvel að hafa lús og deyja úr ófeiti. Einstaka maður gekk svo langt að bursta í sér tennurnar og kaupa sér stígvél. Þetta var mikil bylting fyrir þjóð, sem hafði búið í moldarkofum og haft vond klæði þúsund ár. En heimtufrekjan óx, og nú hættu menn að láta sér nægja tunglið og koluna og vildu hafa eins bjart á nóttunni og á daginn. Því að þrátt fyrir þúsund skammdegisvet- ur hafði þjóðin ekki lært þá list að sjá í myrkri. En einmitt um þessar mundir bar svo til, að einhver danskur verzlunarstjóri lét senda sér tæki frá Danmörku, sem gat búið til miklu bjartara ljós en áður hafði þekkzt hér utan sólarljóss. Frúin þoldi svo illa loftslagið og myrkrið. Og menn komu og skoðuðu undrið og fundu ámótleik tungls og stjörnu hjá þessu fína, útlenda Ijósi. Það voru uppgangstímar, næstum veltiár. Menn, sem áður höfðu gengið slyppir og snauðir frá borði og tæplega haft efni á að veita fjölskyldunni spéspegil í munaðar- skyni, komust í álnir og keyptu sér jafnvel lítinn postulínshund og skilirí af Jóni Sig- urðssyni og Kristjáni tíunda í stofuna. Efnamenn dreymdi á laun um að lýsa upp hjá sér með þessu fína ljósi, sem kall- að var rafmagnsljós. Og í fyllingu tímans risu af grunni hing- að og þangað, þar sem nóg var til af pening- um, fyrsta flokks stórhýsi, kjallari, tvær hæð- ir og sú þriðja undir burst, allt úr járn- bentri steinsteypu með tvöföldum veggj- um, þiljað með krussfíner, gólfin lögð með linóleum, baðherbergi handa frúnni, mið- stöðvarhitun, heitt og kalt vatn, rafmagns- ljós. Og hver apaði annan, og loks þótti eng- inn í mannatölu, nema hann hefði raf- magnsljós. Nú hafa víða, einkum meðfram ám og vötnum, verið byggðar hallir, sem búa til rafmagn, sem rennur eftir vönduð- um háspennulínum inn á hvert heimili, jafnvel til skuldugra manna upp um afdali. Svona er sagan um rafmagnið á íslandi. Það er sagan um efnalega framsókn fátækr- ar þjóðar á öld byltingakenndra framfara, um ferðina til hins nýja íslands. Og raf- magnið er tákn nýja tímans. Það er lausnar- orðið, sem sífellt klingir í eyrum. Menn segja, að það sé auður þessa fátæka lands, sá hyrningarsteinn, sem framtíðarhöllin skuli standa á. Með því að virkja þær ár, sem íslending- ar hafa notað til þess eins að kæfa sig í síð- ustu þúsund ár, á að fá reiðinnar býsn af dýrmætri orku. Og fossum, sem alltaf hafa þótt heldur til bölvunar, er nú líkt við olíu, gull og kol. Rennandi vatn, sem áður var helzt haft til að afvatna tros, er nú auðlegð þjóðarinnar. „Vatn, sem rennur um rauða nótt út í hyl- djúpt haf.“ Þar felst sú orka, sem getur knúið heims- ins mestu vélar. Þær eiga að færa framtíðarbörnunum brauð. Það eru runnir upp bjartari tímar í bókstaflegri merkingu. Skammdeginu hefur verið sagt stríð á hendur. Meira að segja kýr, sem samkvæmt margra alda reynslu mega ekki hafa nema sem minnst samband við ljós og loft, eigi þær að gefa nyt, hafa nú hangandi ljósaperu yfir jötunni sinni. Svona eru tímarnir orðnir breyttir. Sumir taka það sem guðlega opinberun, að einmitt á landi eins og íslandi, þar sem sólin sést ekki að nokkru gagni nema hálft M U N I N N 87

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.