Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 22

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 22
MINNIMÁTTARKENND Hann Mundi var hár og kraftalegur ung- ur maður, dökkhærður með stór, dökk og greindarleg augu, sem gátu sýnt hryggð, en einnig hörku. Guðmundur Sveinsson hét hann fullu nafni og var sonur hans Sveins Jónssonar bóksala, sem hafði átt bókabúð- ina, sem var á horninu milli Sunnugötu og Norðurgötu. En Sveinn Jónsson hafði dáið fyrir ári, og bjó Guðmundur nú með móð- ur sinni, sem vann úti. Gvendur Sveins, eins og liann var alltaf kallaður af skólasystkinum sínum, var kyrr- látur piltur, sem tók engan þátt í skemmt- analífi unga fólksins. Hann sat oftast heima og sökkti sér niður í námið. Hann átti enga vini og fáa kunningja, en samt litu ungu stúlkurnar hann hýru auga. En Gvendur gaf sig ekkert að kvenfólkinu. Gvendur hugsaði mikið um lífið. Hann hugsaði mikið um hæfileika mann- anna til þess að lifa. Hann hafði lesið nokk- uð um heimspeki, og hann dró sínar álykt- anir af atburðum hins daglega lífs. Gvendur hafði þá trú á lífinu, að sá kæm- ist bezt af, sem prettaði og lygi mest. Þessi trú hans á lífinu varð til þess, að liann forðaðist að blanda geði við aðra menn. Með tímanum þroskast menn og svo var því varið með Gvend. Þegar mál var til komið fyrir Gvend að fara að hugsa um ævistarf, þá fóru augu lians einnig að opnast fyrir kvenlegum þokka, það fór líka að koma fyrir, að Gvendur Sveins sneri sér við á götu og liti á eftir einhverri laglegri stúlku, svona til þess að virða hana aðeins betur fyrir sér. Gvendur fór nú fyrst að gefa sig eitthvað að skólafélögum sínum, liann fór að spjalla við þá í frímínútunum og taka þátt í glensi þeirra og gríni. Hann fór einnig að sækja skemmtanir unga fólksins. Áhugi stúlknanna fór vaxandi fyrir þess- um stæðilega og stillilega unga manni með hryggðarlegu augun, og þær fóru að reyna að kynnast honum. En það var nú svo með Gvend, að skoðun hans á lífinu hafði ekki breytzt, en aftur á móti höfðu viðhorf hans til lífsins breytzt að mun. Áður hafði skoðun hans verið sú, að bezt væri að hafa sem minnst mök við aðra rnenn og forðast á þann hátt allar þess- ar smjaðrandi, prettandi og Ijúgandi mann- eskjur, sem honum höfðu áður virzt svo hvimleiðar, og sem höfðu með framferði sínu orsakað minnimáttarkennd hans. Við- horf Guðmundar Sveinssonar til lífsins hafði að því leyti breytzt, að nú hafði hann endurheimt hugrekki og kjark og taldi sig nú færan að leggja út í svika- og lygasam- keppni h'fsins. Naggur. Þýzka í IV. m. a. Jón Árni: ,, Jæja, Jóhann, veiztu þá, hvað er trúlofaður?" Jóhann: „Er það ekki verloren?" Úr söguprófi í 3. bekk. Árið 1253 brenndi Eyjólfur Þorsteinsson Gissur Þorvaldsson inni, það er að segja, Gissur drapst ekki. Saga í 3. bekk: Steindór: „Hvernig var svo stjórn Gott- skálks?“ Mikael: „Hún var slæm fyrir smælingja." St.: „Ja, það er nú ekki getið um, að hann liafi gert neitt á hlut smælingja.“ M.: „Nei, ég meinti smælingja, sem áttu eitthvað.“ 94 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.