Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 10
búðinni var líka komin og þau voru farin að dansa og hann tók löng spor og hélt illa taktinum. Ég stóð upp og gekk inn með það, sem eftir var í glasinu. Ég heyrði, að hljómsveitin var hætt að leika, og ég fann að mér mundi þykja vont, að einhver hafði dansað við hana síðast og mundi fylgja henni heim. Ég var argur við sjálfan mig, því að ég hafði farið að öðru borði og farið að rífast við mann, sem vildi gengislækkun og láta borga prestum kaup. Ég saumaði að honum eins og ég gat, og þeir hlógu, líka þegar hann var farinn, og mér þótti það leiðinlegt, því að ég vissi, að ■hann var góður strákur og það mundi ein- ■hver fylgja henni heim og ég mundi sjá hana í bíó og hún mundi ekki vilja þekkja mig. Ég lenti í þrasi við einhvern atvinnurek- anda, þegar ég var að ná í frakkann. Ég sagði honum, að hann væri taglhnýtingur og töturmenni, og honum væri ofgæðakost- ur að ganga laus, því að liann væri purkun- arlaus harðstjóri og fjárdráttarmaður, jafn- vel tryttum kotungum. Ég þéraði hann og fór áður en hann barði mig, og ég talaði við sjálfan mig um bæjar- stjórnina í kirkjutröppunum. Það sat hrafn á turninum, og hann flaug þegar hún sló ,og mér fannst það von, því að það var náhljóð í klukkunni. Ég heyrði háreysti neðan af stæðinu, og ég vissi að vinur minn mundi lenda í ein- hverju, af því að sú úr búðinni færi í þann rauða. Ég hætti að hugsa um það, því að það var tunglskin og kalt og ég fann að núna mundi hún vera komin heim. Akureyri á mið-þorra 1960. Jón Þórðarson frá Urðarkoti. HVERS VEGNA? Ég geng um göturnar. Það er nótt, nánar um klukkan þrjú. Þetta er ósköp venjuleg jrriðjudagsnótt, eins og svo margar aðrar, en samt er hún ekki eins. Og hvers vegna? Það veit enginn, hvorki þú né ég, við vitum að- eins eitt, og það er það, að engar tvær nætur eru eins, hvorki þriðjudagsnætur né aðrar, slíkt hefur aldrei verið osr mun aldrei verða. o Ég sagðist liafa verið á gangi um göturn- ar. Það er satt, ég var að hugsa, en um hvað eiginlega og hvers vegna á þessum tíma sól- arhringsins? Veit nokkur það? Ekki fylli- lega. Sumir eru þannig gerðir, að þeir hugsa helzt innan urn annað fólk, í veizlum eða öðrurn álíka samkundum. Aðrir vilja aftur á móti vera einir með hugsanir sínar. Ég er einn þeirra, vel þá helzt einhverja rigninganótt, fjarri öllum skarkala heims- ins. Það fer að rigna, en ég tek ekki eftir því. Hvers vegna skyldi ég líka vera að brjóta heilann um rigninguna, þegar hugur minn er kominn inn á allt annað svið? Svið, þar se mengin mannvonzka eða yfirborðshátt- ur þekkist. En hvers vegna hugsa ég þann- ig? Er þetta ekki úreltur hugsunarháttur á atómöld? Ef til vill, ef til vill ekki, ég veit það ekki. Megum við ekki reyna að skapa okkur nýja, betri veröld, er það ekki heil- brigður hugsunarháttur hvers manns að hugsa eitthvað á þessa leið, en láta ekki vélamenningu nútímans leiða sig beinustu leið til glötunar? En allt, sem við segjum eða gerum í þá átt, ber harla lítinn árangur, því að það er litið á þann, svo talar, sem heilagan brjálæðing, sem tæplega er hafandi í húsum inni. En hvers vegna er þetta eiginlega svona? Ég veit það ekki. ZETHA. 82 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.