Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 23

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 23
ANNALL SKOLANS Þáttur þessi kemur nú í annað sinn fyrir sjónir lesenda Munins. Nokkuð langt er lið- ið síðan hann var síðast á ferðinni, og verð- ur að fara allt aftur til síðasta árs til að ná þangað, sem frá var horfið síðast. Verður þá fyrst fyrir jólavaka Hugins, sem haldin var á Sal skömmu áður en jólaleyfið var gefið. Séra Benjamín Kristjánsson flutti jólahug- vekju, Jón Sigurðsson og Guðný Sigurðar- dóttir lásu upp, blandaður kór og karlakór M. A. sungu. Vaka þessi þótti fara hið bezta fram. Dansleikir. Skemmtanalíf vetrarins er nú á enda og tími prófanna er enginn í garð. Þegar dans- leikir vetrarins eru rifjaðir upp, verður næst fyrir jólagleði IV. bekkjar, sem fram fór á Sal 12. des. sl. Var hún vandlega und- irbúin og fór hið bezta fram. Þar mátti heyra útvarp M. A., og m. a. kom fram galdranorn ein ófrýnileg og forn í skapi. Þótti málrómur hennar minna grunsamlega mikið á Sigurð Guðmundsson. Um tólf leytið heimsótti jólasveinn samkomuna og hafði meðferðis ýmsar skemmtilegar gjafir handa kennurum. Síðan var dansað af miklu kappi til kl. hálf tvö, og virtust allir skemmta sér hið bezta. Næsti dansleikur var haldinn 16. jan. Að honum stóð Muninn, og má með sanni segja, að ritnefnd hafi undirbúið hann á mettíma. Til skemmtunar var m. a., að Ein- ar Kristjánsson, húsvörður í Barnaskólan- um, las upp frumsamda smásögu, og Karl Guðmundsson leikari flutti bráðsnjallan gamanþátt. Það ber að harma, að lofsverð tilraun til kaffiveitinga fór út um þúfur. Hinn 30. jan. var haldinn dansleikur til styrktar Carmínu. Þar voru m. a. leiknir gömlu dansarnir frá kl. ellefu til hálf tólf, en ekki er mér kunnugt um, hvernig það mæltist fyrir. í. M .A. hélt skemmtun 13. febr. sl. Hófst hún á leikfimisýningu í íþróttahúsinu. Á Sal flutti Ármann Dalmannsson frumort ljóð. Þar fór og fram hin árlega verðlauna- afhending í. M. A. Verður væntanlega skýrt frá henni í íþróttaþætti, og mun ég ekki rekja þá athöfn hér. Laugardaginn 5. marz hélt IV. bekkur skemmtun á Sal, og voru þar meðal við- staddra sex nemendur frá M. R., sem stadd- ir voru hér um þær mundir á vegum nem- endaskiptanna. Skemmtunin hófst með því, að Jón Margeirsson kennari las „hroll- vekju“, sem að mínu áliti stóð alls ekki und- ir nafni, en Jón á lof skilið fyrir þýðinguna. Einnig var þarna háð mælskukeppni milli Óðins og Hugins, og sigraði sá síðarnefndi með litlum yfirburðum. Samkomugestir spreyttu sig á að botna til verðlauna, og reyndist Reynir Vilhjálmsson skálda hlut- skarpastur. Þarna kom einnig fram ný rokk- hljómsveit undir stjórn Olafs Ragnars, söngvari með hljómsveitinni var Brynjar Viborg. Árshátíðin var að þessu sinni haldin að kvöldi sunnu- dagsins 20. marz. Mikið var skreytt og und- irbúið fyrir hátíðina, sem liófst kl. 8 í borð- sal heimavistarinnar. Skólameistari setti samkomuna, en eftir nokkra kaffidrykkju og söng steig Hermann Stefánsson í pontu og flutti erindi, er .hann nefndi „Frá Squatv Valley“, en Hermann var, sem alkunnugter, fararstjóri íslenzku skíðamannanna á vetr- arólympíuleikjunum þar vestra í vetur. Kunni ltann frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja. Minni íslands flutti Guð- ný Sigurðardóttir, í þetta skipti var það Ijóð m u n x n n 95

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.