Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 14

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 14
um var reglulega illa við Björn, þó að hann hjálpaði honum í bókfærslu. Og eftir að hann fór að hata hann, þá gat hann ekki lengur þegið hjálp hans. Björn varð undr- andi fyrst í stað, en svo komst hann að hinu sanna og það kvisaðist út. Honum var strítt. Gremjan ólgaði í honum. Honum hrakaði í bókfærslu. Raunar hafði hann aldrei getað neitt í henni. Hann varð að ná sér niðri á Birni á einhvern hátt, til að lítillækka hann fyrir Öddu. Hann varð að minnsta kosti að sýna, að hann væri maður með mönnum. En hann gat ekkert gert. Honum gramdist það líka. Urn vorið féll hann á bókfærslu. Hann fékk ekki nema 1.0. Að kvöldi próf- dags reikaði hann út. Hann ráfaði um göt- urnar í blindri örvæntingu. Hann fann sára vanlíðan læsa sig um allan líkamann. Hon- um fannst hann vera óhamingjusamasti maðurinn á jörðunni. Því gat hann ekki verið eins sæll og glaður og þau þarna fyrir framan hann virtust vera? Þau þarna fyrir framan hann. Hann hrökk við. Þetta voru Adda og Björn. Var það kaldhæðni örlag- anna, að hann skyldi einmitt mæta þeim á þessari stundu og það fyrir framan hús bók- færslukennarans. En hann mætti þeim ekki. Þau sneru baki við honum. Hann fann blóðið stíga sér til höfuðs. Hann fann, að hann varð að gera eitthvað. Nú eða aldrei. Hann beygði sig niður og tók steinhnull- ung upp af götunni. „Ætli Björn mundi bera höfuðið eins hátt og hann gerir núna, þegar ég er búinn að losa mig við þennan stein?“ hugsaði hann. Hann var viti sínu fjær. Hann miðaði vandlega og sendi stein- völuna. Öll hans gremja og örvænting fengu útrás í þessu kasti. Fagnandi sælutilfinning fór um hann, þegar hann sá, að hann hafði hæft markið. Fólkið á götunni hópaðist um hann og Adda hrópaði upp yfir sig í skelf- ingu. Björn leit á hann furðu lostinn, en sagði svo með ásökun í röddinni: „Viddi, ertu genginn af vitinu? Ertu að brjóta rúðu hjá bókfærslukennaranum?“ Núna var hann einn af þeim, sem las ut- anskóla, en hann átti að fá að koma aftur eftir áramótin. Jón Sæmundur Sigurjónsson. VEGFERÐ Ungnr drengur elskar gróið land ilm úr grasi og brim við fjöru sand. Grána hærur hrynur sjávar grand hvílu býður svartrar moldar hand. KARI. STÆRÐFRÆÐIN OG ÉG (Framhald af bls. 84.) Um sumarið forðumst við alltaf að minnast á stærðfræðina, þar sem tveir okk- ar hittast. Heldur sláum við um okkur með latínuglósum, þó af veikum mætti og litl- um efnum sé. Næsta vetur er sama barátta, og svona gengur þetta vetur eftir vetur. cosx.dx 86 m u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.