Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 17

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 17
DANSÆÐIÐ „Þegar þjónninn missti hlaða af diskum á gólfið, stóðu sex pör upp og fóru að dansa.“ Þetta er einhver sú bezta lýsing, sem ég hef séð á nútíma danshljómlist og dansæði því, sem á síðustu árum hefur farið sem eldur í sínu um flest lönd. Nú er svo komið, að helztu og jafnvel einu skemmtanir ungs fólks eru dansleikir, og uppi hafa verið raddir um að gera dans að skyldunámsgrein í skólum. (Það eru þó aðallega raddir dans- kennara, sem gjarna vilja auka sér atvinnu, og því ekki mark takandi á {reim.) Ýmsir, þar á meðal Mikael nokkur Mikaelsson, er ritar í síðasta tbl. Munins, virðast vilja telja mönnum trú um, að dans sé heilbrigð skemmtun og göfgandi. Þetta er a.lgerlega staðlaus firra, sem mig langar til að fara nokkrum orðum um. — Hvað eru eisfinleora dansleikir? Það er, þegar múg manns er troðið í sal, sem rúm- ar helminginn með góðu móti, og þar engj- ast menn og sprikla, sein í dauðateygjum, í takt við falskan og ærandi hávaða úr mess- ingrusli, sem eiga að iheita hljóðfæri. Á dansstöðum er loftið jafnan þrungið tóbaks- reyk, áfengis- og svitadaun, og hitinn er eins og í vélarúmi á togara. Drykkjuskapur og áflog er í hávegum haft. — Vissulega þarf meira en lítið ímyndunarafl til að sjá eitt- hvað heilnæmt við svona skemmtanir, hvort heldur er fyrir líkama eða sál. Skyldi nú vera eitthvað þroskandi eða há- leitt við þessa nýjustu dansa, fyrst almenn- ingur hefur svona mikinn áhuga á þeim? Öðru nær. Það vekur hjá manni í senn furðu og viðbjóð, að um leið og mannkynið er sífellt að ná lengra í hvers konar vísind- um og menningu, skuli þeir vera til, er taka sér til fyrirmyndar frumstæða og brjálæðis- lega leikfimi villimanna, sem varla kunna að telja upp að þrem. Svo eru dansleikir bæði mikill peninga- og tímaþjófur, einkum fyrir ungt fólk, sem er að byggja undirstöðu undir líf sitt. Menn greinir vonandi lítt á um, hvort hollara sé að eyða kvöldi í að lesa góðar bækur eða að ganga berserksgang á balli og þjóra langt fram á nótt, og vakna með timburmenn að morgni. Marga Jief ég heyrt bölva skyldu- sparnaðinum, en þeir gera sér ekki grein fyrir, að þeir fara með miklu meiri peninga á dansleikjum og það fá þeir aldrei endur- greitt. Fyrrnefndur Mikael Mikaelsson skrifar í grein sinni: „.... við íslendingar eigum tápmikla, gáfaða og glæsilega æsku, sem við megum vera hreyknir af.“ Ég spyr: Var það gáfuð æska, sem eftir sýningu á rock-kvik- mynd í Reykjavík ruddist út á götu með skrílslátum 02; skemmdarverkum 02: °erði o 00 uppþot og slagsmál? Ber það glæsileik eða tápi æskulýðsins vott, þegar vér fréttum, að sífellt fjölgi afbrotaunglingum og að sala Áfengisverzlunarinnar hafi aldrei verið meiri en nú? Er ástæða til að vera hreykinn af þeirri kynslóð, sem getur fleiri lausaleiks- börn en nokkur önnur í manna minnum? Ég tek mér sízt of mikið í munn, þó að ég fullyrði, að spillingaráhrif dansleikjanna séu helzta undirrót þessarar andlegu upp- flosnunar unga fólksins. Ljótur blettur er það á þessum skóla, sem á að heita menntaskóli, að hér skuli nemendum beinlínis kennt að kasta á glæ tíma sínum, peningum, og jafnvel andlegu og líkamlegu heilbrigði sínu. Þyrfti að ráða bót á ófremdarástandi þessu hið fyrsta og áður en verra hlýzt af. Að lokum vil ég benda mönnum á hin sí- gildu orð Cicerós: „Nemo saltat sobrius, nisi forte insanit.“ (Enginn dansar ódrukk- inn, nema kannski, sé hann vitlaus.) Leó Kristjánsson. M l N 1 N N 89

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.