Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 26

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 26
SKAKÞATTUR Taflfélag MA starfaði að venju á vetrin- um. Formaður félagsins var kjörinn Hreið- ar Steingrímsson og gegndi hann því starfi af skörungsskap. Starfsemi félagsins var að þessu sinni ekki eins mikil og oft áður, og stafaði það af ýms- um óviðráðanlegum orsökum, t. d. var ákveðið að Júlíus Bogason tefldi fjöltefli snemma í vetur, en það féll niður sökunr rafmagnsleysis. Auk þess kom það iðulega fyrir, að sama kvöldið og teflt var færi fram keppni í blaki, handbolta eða einhverju öðru í íþróttahúsinu, og þurfti sami maður- inn þá oft að keppa á báðum stöðum. Kom þetta sér oft mjög bagalega, og væri æski- legt, að hin ýmsu félög hefðu alveg sérstök kvöld í viku fyrir starfsemi sína og þyrftu hagsmunir þeirra þá ekki að stangast á. Tvö mót voru haldin á vetrinum, þ. e. a. s. einstaklingsmót fyrir jólin og bekkjaskák- mót eftir jólin, en þessi tvö mót eru nú orð- in fastur liður í starfsemi félagsins. í ein- staklingsmótinu voru keppendur aðeins fjórir, og vantaði þar marga af beztu skák- mönnum skólans og setti það svip sinn á mótið. Skákmeistari MA 1960 varð Auðunn Sveinbjörnsson með 2 v. Var hann vel að sigrinum kominn. 7 sveitir tóku þátt í bekkjaskákmótinu. Efst vaið sveit 3. bekkjar c. er hlaut 18 v. Sigur þessarar sveitar kom nokkuð á óvart, M U N I N N Otgefandi: Málfundafélagið Huginn. Ritstjóri: Már Pétursson Ritnefnd: Hákon Ámason, Hjörtur Pálsson, Leó Kristjánsson, ICristinn Jóhannesson. Ábyrgðarmaður: Steingrímur Sigurðsson Prentverk Odds Bjömssonar h.f. en er engu að síður verðskuldaður. Önnur varð sveit V. bekkjar, er hlaut 17j/2 v. 3. varð sveit IV. bekkjar með 16jó> v. Skák- þátturinn óskar sigurvegurunum til ham- ingju með þennan árangur. Síðari hluta vetrar hélt Freysteinn Þorbergsson nám- skeið í skák hér á Akureyri, og nutu nokkr- ir skákmenn úr MA hagnýtrar og fróðlegrar leiðsagnar hans. Skákþátturinn óskar þess, að skákíþróttin eigi eftir að dafna hér í MA á næstu árum, því að skákíþróttin er án efa bezta íþrótt, sem nú er stunduð. Að lokum skulum við líta á eina stutta og skemmtilega skák. Hvítt: Liepnitzky. — Svart: Lasarev. 1. e4 c5 2. Rf3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rc3 e6 5. Re4!? Rc6 6. b3 f6 7. Bb2 fxe5 8. Rxe5 Rxe5 9. Bxe5 d6 10. Dh5f! g6 11. Bb5f Bd7 12. Dh3M dxe5 13. Dxe6f De7 14. Bxd7f Kd8 15. Dxd5 Dxd7 16. Dxe5 Bg7 17. Dg5f Svartur gaf Til dæmis: 17 Kc8 þá 18. Dxc5f eða 17 Ke8 18. o-o-o Dd4 19. Rc3 o. s. frv. Magnús Ing. 98 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.