Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 20

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 20
EFTIR ÞRJÁTÍU ÁR (Saga með rómantískum blæ.) Hann var borinn í fátæklegum fiski- mannskofa við ströndina, í landi elds og ísa. Faðir hans var fiskimaður, hann og kona hans bjuggu í litlu húsi fyrir ofan sævar- kambinn. Þegar hann stækkaði, var hann látinn rétta föður sínum hjálparhönd með ýmis- legt varðandi sjávarútveginn, og móður sinni var liann stoð og stytta innanbæjar. í bernsku lærði hann bæði að stauta og draga til stafs. Hann varð brátt góður í lestri og vel skrifandi. Allar bækur, senr lrann gat liöndum yfir komið, las hann með áfergju og lét þær vart frá sér víkja, fyrr en hann hafði tæmt leyndardóma þeirra í botn. Sólgnastur varð hann í bækur um útlöndin, og það varð draumur hans að sigla. Faðir hans var ekki allskostar ánægður með þennan lestur sonar síns. Að vísu sagði hann, að gagnlegt væri að vera læs og skrif- andi, en ofmikið af öllu mætti þó gera. Hann yrði því aðeins nýtur maður, að hann væri góður verkmaður, því að um skóla- <í(jn2fu væri ekki að ræða. Orð föður síns virti hann mikils, þau voru honum lög. Hann hóf því snemma að hjálpa föður sínum við sjávarútveginn, og þannig smáhækkaði tignin, unz hann um fermingu var farinn að róa nteð föður sín- um, en þá dundi óhamingjan yfir. Faðir hans drukknaði í lendingu ásamt öðrum manni, en pilturinn komst af. Eftir það vann liann fyrir móður sinni með óbil- andi þreki og dugnaði og varð brátt annál- aður um allt plássið. Sjómenn spáðu honum frama, sögðu hann verða aflasælan og for- mannshæfileika lrefði hann. Þetta allt lét hann sem vind um eyru þjóta. Hans verk- efni var nú fyrst og fremst að sjá fyrir móð- ur sinni. Tveim árum eftir dauða föður hans lézt móðirin úr tæringu, sem var algengur sjúk- dómur í þá daga. Með því var líkt og lífsrót hans liefði rifnað upp. Hann varð sem stefnulaust rekald á lífsins sæ. Eftir þetta las hann meira. Hann bókstaf- lega sökkti sér niður í þær fáu bækur, sem hann komst yfir, þegar hann mátti vera að. En þær stundir voru fáar, því að starfið kallaði, og það mat hann flestu meira. Morgun nokkurn, er sól rann upp yfir fjallstoppana, skreið skúta inn fjörðinn. Þorpsbúar horfðu undrandi á Jretta. Skip var sjaldgæfur gestur þar um slóðir. Dreng- urinn reri út til skipsins til að kanna það. Hann gerði sig skiljanlegan við skipsverja með bendingum og þeir pötuðu einnig og sperrtu fingur út í loftið og böbluðu eitt- hvað, sem hann skildi ekki stakt orð í. Það mikið skildi hann þó, að þeir voru enskir og voru á veiðum hér við Island. Skipstjór- inn konr nú úr káetu sinni og á þiljur, var það roskinn maður með meitlaða andlits- drætti, sem báru þess vott, að lífið hafði ekki ætíð leikið við hann. Hann var með svart alskegg og mikið hár. Frá hægra gagn- auga og niður kinnina var stórt ör. Skip- stjóri heilsaði gestinum á blendingi úr ensku og íslenzku, bauð honum í káetu og tók hann þar tali. Sagðist skipstjóri hafa verið á veiðum úti fyrir ströndinni, er einn háseti sinn hefði skyndilega látizt, og sé hann nú hér kominn til þess að biðja um legrúrn fyrir hann. Kvaðst pilturinn vilja veita honum aðstoð í því efni, og spurði hann skipstjóra einnig, hvort það væri ekki bagalegt fyrir hann að lrafa misst einn hásetann í miðri veiðiferð. Hann kvað það vera mjög slæmt, en ekki sé um það að fást, því að trauðla muni íslend- ingar ráða sig á erlent fiskiskip og sigla út. Nú sló hugmynd niður í koll piltsins. 92 m u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.