Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 27

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 27
IÞROTTIR Ú tgarðsgangan fór fram fimmtudaginn 17. marz kl. 3 e. h. Keppendur voru 60 í karlaflokki og 4 í kvennaflokki. Gangan var allt í senn: einstaklingskenni, 4-manna og 10-manna sveitakeppni. Leið sú, er gengin var, er nokkuð frábrugðin því, sem verið hefur undanfarin ár. Var farið mjög sunn- arlega og suður fyrir öll hús í Austurbyggð og þannig niður að íþróttahúsi. Er þetta lengri leið en venjulega og er tíminn því rnjög athyglisverður. Færið var fremur við- sjált og erfitt að smyrja rétt, því að annað færi var ofan Glerárbrúar en neðan hennar. Það er eftirtektarvert, að nú kom sér vel að vera á svigskíðum, helzt með plasthúð, og skauta alla leið. Þannig voru af 10 fyrstu mönnum 7 á svigskíðum, en aðeins 3 á gönguskíðum. Það skal þó tekið fram, að mjög erfitt er að skauta þannig og krefst mikillar orku. Veður var mjög gott og gang- an öll hin ánægjulegasta. Áhorfendur voru margir og sýndu mikla þolinmæði, þar sem gangan tafðist um nærri klukkustund. Úrslit, karlar: 1. Hákon Ólafsson 5. bekk 14.49 mín. 2. Sigurður Dagbjartss. 6. bekk 15.07 mín. 3. Stefán Jónasson 5. bekk 15.17 mín. 4. Hörður Þórleifsson 4. bekk 15.40 mín. 5. Guðm. Tulinius 3. bekk 15.54 mín. 6. Atli Dagbjartsson 5. bekk 16.16 mín. 7. Hjálmar Jóelsson 5. bekk 16.54 mín. 8. Oddur Sigurðsson 2. bekk 17.36 mín. 9. Björn Bjarnason 3. bekk 17.58mín. 10. Einar Aðalsteinsson 5. bekk 18.28 mín. 4-manna sveitakeppni: 1. 5. bekkur a-sveit .......... 63.16 mín. 2. 3. bekkur a-sveit .......... 72.00 mín. 3. 6. bekkur .......... 77.47 mín. 4. 4. bekkur a-sveit .......... 79.15 mín. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 1. 2. 3. 4. 5. bekkur b-sveit 3. bekkur b-sveit 2. bekkur a-sveit 4. bekkur b-sveit Lpr. a-sveit 2. bekkur b-sveit 1. bekkur ......... Lpr. b-sveit....... 82.34 mín. 85.51 mín. 88.16 mín. 96.05 mín. 96.08 mín. 103.19 mín. 116.21 mín. 118.18 mín. 10-manna sveitakeppni: 5. bekkur ............. 195.32 mín. 3. bekkur ............. 211.42 mín. 4. bekkur ............. 229.55 mín. 2. bekkur ............. 250.13 mín. Úrslit, konur: Stúlkurnar voru ræstar hjá Lundi, og gengu þaðan sömu leið og piltarnir. — Keppendur voru aðeins 4 og allar úr fyrsta bekk, og eiga þær þökk skilið fyrir dugnað- inn. 1. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir 2. Hugrún Hólmsteinsdóttir 3. Svanhvít Jónsdóttir 4. Erla Möller. KVENNABLAKMÓTIÐ. í mótinu tóku þátt 6 lið úr öllum bekkj- um skólans nema fimmta bekk. Voru liðin nokkuð misjöfn, hvað getu snerti, en eink- um skáru tvö þau efstu sig úr. Ekki virtist þetta draga úr áhuga karlmanna á mótinu, en þeir fjölmenntu mjög öll kvöldin. Má því með sanni segja, að blakmót kvenna sé ein vinsælasta íþróttakeppnin bér í skóla. Mótinu lauk með sigri Landsprófsdeildar, og er það óvanalegt, að lið úr miðskóladeild vinni blakið. Sigruðu þær 6. bekk í jöfnum og skemmtilegum úrslitaleik. í liði Lpr. ber Karlína Malmquist höfuð og herðar yfir hinar, að þeim ólöstuðum, en hún sýndi oft m u N i n n 99

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.