Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 11
KYNNI MÍN AF BANDARÍSKRI ÆSKU Eins og við vitum öll, hefur fólk urn all- an lieim gert sér vissar hugmyndir um Am- eríku og ameríska unglinga. Þessar hug- myndir eru flestar um of inótaðar af blaða- fregnum um slys vegna glæfraaksturs ungra ökufanta, svall og drykkju á knæpum og skipulagða glæpahringi í úthverfum New York og annarra stórborga Bandaríkjanna. Og við hér á íslandi, sem höfum ákaflega ömurlegt sýnishorn, herinn, höfum flest mótað okkar hugmyndir mjög ákveðið um hegðun og líf hinna amerísku jafnaldra okkar. En bandaríski unglingurinn er bara alls ekki sú tyggigúmmíjórtrandi, leður- jakkaklædda, gefandi-skít-í-allt fígúra, sem við sjáum fyrir okkur, heldur allt annað og rneira. Með öllu því gífurlega samkvæmis- og félagslífi, sem þessir unglingar alast upp við, leiðir af sjálfu sér, að þau eru bæði mikið gefin fyrir að skemmta sér og kunna vel að gera það á mjög óþvingaðan hátt. Þau virðast samræma marga drætt í fari sínu, og eru mjög frjálsleg og ófeimin, án þess að verða ókurteis. Kirkja og kristin- dómur eru mjög snar þáttur í lífi þeirra, þar sem flestir ganga í kirkju að minnsta kosti einu sinni í mánuði, og allir skólar hafa bænastundir og trúariðkanir á dagskrá sinni. Þau eru einnig mjög vel að sér um stjórnmál og það, sem gerist í heiminum, og geta eytt nægum tíma í að ræða þá hluti í vina hópi og segja þá gjarna meiningu sína, bæði um stjórnina, sem er umtöluð sem „við“, og Ike sinn, sem þau eru ekki öll jafn hrifin af. Þeir fimm menntaskólar, sem ég dvaldi í, voru talsvert ólíkir bæði að stærð og háttum, en áttu þó margt sameiginlegt. Kennarar eru meðliöndlaðir sem dálítið þreytandi nauðsyn; þeim er sýnd full virð- ing, en hispurslaust andmælt, ef skoðana- munur verður. Það þótti þeim góð skrítla, að hér væru til skólar, þar sem risið væri úr sætum, er kennarar gengju inn í kennslustund, en ég held, að þau mættu læra nokkrar slíkar venjur sér að skaðlausu á sama hátt og við gætum lært ýmislegt af þeim í staðinn. Námið sjálft virðist vera mun léttara og yfirgripsminna en hér, og held ég, að evrópskir menntaskólar hafi töluvert fram yfir bandaríska, einkum hvað snertir mála- nám. Nemendur eru mjög frjálsir, geta val- ið sér námsgrein eftir geðþótta, víða er enska þó skyldunámsgrein. Ég læt þó ósagt, að þetta fyrirkomulag hæfði okkur, efast um betri árangur, en það ætti að hafa að öðrum þræði þroskandi áhrif og ekkert á rnóti því að hafa rétt til að ákveða, hvort menn vilja læra stærðfræði eða taka sögu í staðinn og latínu. Kennslutækin eru mjög fullkomin og skólar vel útbúnir. í einum skóla, þar sent ég sat náttúrufræðitíma í þrjár vikur, var nemendum fenginn sinn dauði froskurinn hverjum og tæki til uppskurðar. Síðan skáru þeir froskana upp og gerðu skýrslu um öll líffæri og störf þeirra. í náttúru- fræðistofunni höfðu þeir auk þess lifandi kanínu, nokkrar mýs, snák og bananaflug- ur. Á þessum kvikindum gerðu þau svo til- raunir. Ef til vill þætti einhverjum fengur í slíkri kennslu, þótt stoppuðu krummarnir hans Steindórs séu ósköp elskulegir. Unglingar í Norðurríkjunum eru mjög lausir við kynþáttahatur, flestir skólar eru sameiginlegir hvítum, gulum og svörtum og enginn munur gerður á þeim. Ég var svo heppin að vera boðin í sam- kværni negra, bæði frá Norður- og Suður- ríkjunum. Virtust þeir flestir horfa björt- um augum til framtíðarinnar, að undan- skildum pilti frá Suðurríkjunum, sem sagði, að hvítir menn hefðu löngu afsannað yfir- m u N 1 N n 83

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.