Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 13

Muninn - 01.05.1960, Blaðsíða 13
HÝSTU ALDREI ÞINN HARM Hann var einn þeirra, er lásu utan- skóla. Ekki vegna þess, að hann vildi það endilega. Örlögin höfðu skipað honum þennan sess. Fyrir einu ári höfðu hann og Björn látið innritast í þennan skóla. Björn var að austan, en hann var að sunnan. Fram- tíðin hafði verið björt, og hugurinn var fullur af vonum og eftirvæntingu. En nú ias hann utanskóla. Það var vegna þess, sem kom fyrir í fyrra. Hann vildi ekki kannast við fyrir félögum sínum, að hann sæi eftir því, sem hann gerði. Enda átti hann að fá að koma í skólann aftur eftir áramótin. Og þá var engin ástæða til að segja félögunum, að hann sæi eftir þessu, úr því að hann átti að fá að koma aftur. Þetta var aðeins refs- ing. Hann hafði verið kallaður inn á Bein- ið. Skólameistari var þungur á brúnina. „Við höfum haldið kennarafund um mál þitt, og við sjáum okkur ekki fært að leyfa þér að sækja tíma að hausti.“ Hann mundi eftir kuldahrollinum, sem hafði hríslazt niður eftir baki hans við þessi orð. En svo hélt skólameistari áfram: „Hm, faðir þinn talaði við mig um þetta mál. Þú kemur svo aftur til okkar eftir áramótin. Þú lætur svo atburði sem þennan ekki endurtaka sig. Þú ert að verða fullorðinn maður og ættir að skilja, að svona lagað hæfir ekki menntuð- um mönnum." Jú, hann sagðist hafa skilið það. Hann varð að lesa utanskóla fram að áramótum, þá mátti hann koma aftur. Þá var hann búinn að taka út refsingu fyrir það, sem hann gerði í fyrravor. Þá yrði sæmd skólans borgið. Það var fyrir öllu. Jú, hann skildi það. Enn sá hann ekki eftir því, sem hann gerði. Hann hafði ekki gert það af mannvonzku. Gremjan hafði ólgað í honum. Gremja, sem hann hafði þó alið með sér í tvö ár. Það byrjaði allt saman, þegar hann var í landsprófi. Hann hafði verið sendur í héraðsskóla út á land til að búa sig undir landspróf. Það var þar, sem hann hafði séð Öddu í fyrsta sinn. Hún var glæsilegasta stúlkan í skólanum. Hann fann strax, að hún átti ltug hans allan. En það voru aðrir piltar þarna í skólanum, sem höfðu einnig séð kosti Öddu. Og hann varð ekki sá útvaldi eða öllu heldur ekki einn af þeim útvöldu. Adda var glaðlynd stúlka og hún kærði sig aldrei um vera lengi með sama piltinum. En aldrei var það hann. Þó vissu allir, að hann kærði sig ekki um neina nema hana. Og lionum var strítt. Honum gramdist. En hann lét sem ekkert væri, því að hann vissi nokkuð, sem aðrir vissu ekki. Hann vissi í hvaða skóla hún ædaði að loknu landsprófi. Hann geymdi þessa vitn- eskju með sjálfum sér, sem dýran fjársjóð. Hann ætlaði þangað líka. Og þegar hann lét innrita sig að hausti, var hugurinn full- ur vona og eftirvæntinga. Hann eignaðist góðan félaga í bekknum, sem hann lenti í. Hann hét Björn og var að austan. Þetta var stór og glæsilegur piltur, og honum féll vel við hann, en þó að þeir yrðu ntjög góðir vinir, þá trúði hann Birni ekki fyrir leynd- armáli sínu. Öllum líkaði vel við Björn. Öddu líka. Hann hafði haldið, að þetta mundi aðeins vara stuttan tíma eins og áð- ur. Hann fyrirgaf Birni, því að honum lík- aði vel við Björn. Adda mundi ekki endast til að vera með honum lengi, því að hún kærði sig aldrei um að vera lengi með þeint sama. Þeir Björn yrðu góðir vinir áfram. Björn hjálpaði honum líka alltaf nteð hók- færsluna. Honum gekk aldrei vel í bók- færslu. En tíminn leið og ekkert gerðist. Honum tók að líða illa. Adda var breytt. Hann heyrði sagt, að hún væri hrædd um Björn. Ef hann vogaði sér að svíkja hana, þá.... Nei, Björn var ágætur, eða var hann það ekki? Hann fann, að hann var farinn að efast um það. Efinn varð að vissu. Hon- m u N I n n 85

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.