Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1960, Page 18

Muninn - 01.05.1960, Page 18
REGN Hefurðu reikað um rigninganótt, og hugsað, hvað býr bak við gluggatjöldin? Kannski ríkir þar gleði, kannski sorg, ef til vill aðeins djúpur friður þeirra, sem sofa. Rigningin bylur á gangstéttinni, en þú veitir henni naumast athygli, því þú ert henni vanur, þykir vænt um hana. En þeir, sem inni eru, hlæja, gráta eða sofa. Þannig er tilveran. Regninu slotar, nýr dagur rís í austri af rigninganótt. En sá, sem vakti, veit meir en þeir, sem inni voru. Hann veit það sanna um hið mannlega líf. ZETHA. SIJÖRNUR Stjörnurnar eru augu himinsins, sem lesa hugsanir mannanna og sjá, skynja og hugsa nær en nokkurn grunar, þær vita öll forlög þín. En þú einskis nýti maður, táldreginn af vélheiminum hugsar ekki sjálfstætt, hvorki hatar né elskar en samt lifir þú. Því sál þín mun leita burt frá hinu lífvana lífi, að hinu fullkomna, og finna það. Annars muntu hverfa í myrkur hins eilífa dauða. ZETHA. 90 M U N I N N

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.