Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1991, Page 9

Muninn - 01.05.1991, Page 9
Næturvörðuriiui Klukkan er rétt að verða tvö aðfara- nótt hins 6. janúar á því herrans ári 1989. Ogmeðalannarraorða: ,,Ár- ið“. Uti næðir vindurinn greinar trjánna um Stefánslund og tunglið speglast í svellinu á bílastæðinu. Á nóttu sem þessari getur svo sannar- lega allt gerst, það held ég nú. Hughreysting til næturvarða. Vaðlaheiðarvarúlfurinn. Einhvern tíma áður en land byggð- ist villtust fjórir gallvaskir fiski- menn á báti sínum út á Atlandshaf. Rak bátinn hratt undan straumi og vindum. Loks eftir tvær vikur í fár- viðri rak þá að landi, en þá var að- eins einn maður eftir á lífi og dó hann einnig skömmu seinna. Og segir því ekki meira af honum. En það sem ég ætlaði að skrifa um er nefninlega ,,dýrið“. Já það er engin lygi það er eitthvað á sveimi hér í kring um nætur. Ég hef sjálfur einu sinni séð það, og þá get ég varla lýst því. En oft hef ég heyrt til þess, ó þessi hræðilegu vein sem nísta í sundur merg og bein. Þau vekja með þér slíkan ótta að hárin rísa og þú finnur tennurnar, sem standa eins og hnífsblöð út úr froðufellandi kjafti skrímslisins, rífa þig í tætlur. Það setur sífellt að mér óhug þegar ég hugsa um örlög þeirrar ógæfusömu sálar sem verð- ur næturvörður á heimavistinni er óargadýrið brýst inn. Því það mun það reyna. Sjáið til. Góðar nætur. Jón Gunnar Þorsteinsson 3.X MUNINN ■ 9

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.