Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Síða 10

Muninn - 01.05.1991, Síða 10
Spuming dagsins Að þessu sinni létum við reyna á gáfur kennara. Þessu áttu þeir að svara: Við rákumst á gonaralegan hrauma. Fyrst þú ert að stolsa myndir þú þá vilja vomast aðeins og segja okkur að hverju þú kemst? (í lauslegri ,,þýðingu“: Við rákumst á ræfilslegan vesaling. Fyrst þú ert að drolla við vinnu þína, myndir þú þá vilja gá til veðurs og segja okkur að hverju þú kemst?). Enginn kennaranna virtist skilja þessa setningu til fulls þótt þetta sé að sjálfsögðu góð og eðlileg íslenska. Þó fengum við eitt frekar gáfulegt svar og þótti okkur það athyglisvert, að það var ekki íslendingur, sem svaraði þá. Þess má geta að allir kennararnir þurftu langan umhugsunartíma og við slepptum því að skrifa öll ,,hemm“in, ,,ég-veit-ekki-hvað-ég-á- að-segja“in og þess háttar. Annars var þetta nú ekkert illa meint og við vonum að sem flestir hafi gaman af þessu. Svanhildur Sverrisdóttir, íslenskukennari: Ég gesta vesta ekki núna. Gisela Rabe-Stephan: Ég held það verði gott veður á morgun. Þorgeir Sigurðsson, íslenskukennari: Ég myndi nú bara segja: “Nei, þakka þér fyrir!“. 10- MUNINN Lára Ágústa Ólafsdóttir: Þetta er örugglega færeyska. Ég ætla að hafa gott kjöt í matinn á morgun.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.