Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1991, Side 31

Muninn - 01.05.1991, Side 31
á borðið. Þvílíkur draumaheimur. Synda í sveppasósu, hástökk með asp- ar(a)gus, kartaflnavarp, rauðrófuþraut og grænu-baunabilliard. En, allt í einu heyrði hún hljóð fyrir utan. Hún sveif í tveim heljarstökkum bak við hengi eitt sem var þar nálægt. Rétt á eftir komu inn sjö stórir dvergar. Þeir sáu fljótt að einhver hafði fengið sér sundsprett í sveppasósunni o.s.frv., en aðeins nartað í harðfiskinn. Þetta krafðist hugsunar við. En eftir drykklanga stund var allt á hreinu. “Hér hefur einhver verið!“ sagði einn dverganna og annar potaði putta upp í loftið og sagði: “Það er rétt! Það hlýtur einhver að hafa komið hér inn og nartað í harð- fiskinn okkar af mikili græðgi. Og svo við bregðum fyrir okkur æðri þjóða tungumálum: Nr man skal spela blus, so skal man söga efter en svekare i vort hus.“ Og dvergarnir byrjuðu að leita en þurftu ekki að leita lengi, þegar Litla Skyndibitablá var komin með svo hrikalegar næringarefnagangtruflanir að hlutir toldu ekki á hillum í verstu hrinunum. Einn dverganna fann hana bak við hengið og rak upp skaðræðis- öskur eitt mikið og myndarlegt: . .. ÖÖOOOOOOOOO!!! . .. AAAIIIEEEHHH!!! . . .OOJJOOJJOOJJ!!! . ..JE MINN EINI!!! . . .GVÖÐ..J!! (Lesendur geta valið samkvæmt eigin smekk, setjið kross við viðeigandi svar) Hrökk Litla Blá svo mikið við, að hún féll í svokallað öngvit á góðri íslensku. 1. dvergur: “Hvað í andsk...úpps (fyrirgefið), hvað eigum við að gera?“ 2. dvergur: “Humm.., við skulum bera hana í eitt rúmið. (Heh, heh)“ Er þeir höfðu lokið því, rankaði Litla Blá við sér. Þegar hún sá sjö stóra dverga, slefandi og froðufellandi yfir sér, þá sperti hún upp skjaldbökuaug- un og spurði: “Hverjir eruð þið?“ (Uss, þvílíkt spurningaflóð): “Við erum Mörlandarnir. En hver ert þú svo ófríð sýnum?“ Og Litla Skyndibitablá svaraði: “Ég heiti Litla Skyndibitablá og mér var sagt að hér væri skyndibitastaður með allra fitugustu bitana, olíumettuðustu kokteilsósuna, bjúgursöltuðustu ffönskurnar og rjómalagað hrásalat með púðursykri/ ‘ 3. dvergur: ‘ ‘Nú hefur einhver platað þig Litla Blá, því að skyndibitastaðirn- ir hér eru svo subbulegir að það veikj- ast allir sem á þá fara.“ ‘ ‘Af hverju veikjast allir?‘ ‘ spurði þá Litla Blá. 4. dvergur: “Við skulum segja þér það!“ Og þeir hófu söng einn er telst til svo- kallaðs eyrnavítissóda: Viðlag: 1) Waiting for a star to fall. 2) Fyrr var oft í koti kátt. 3) Angel of Harlem. 4) Ef ekkert af þessu fyrrnefnda passar skáldaðu. Handan við klóakakerfið, kúkur við mávinum hlær, leifar af máltíðum manna, maturinn frá því í gær. Skíta mávar, skaðræðisverkum, maðurinn er fyrir mávum verndaður. Skíta mávar, í skjól við leitum, þetta er salmonellusýklahernaður. þá bara vinurinn. 1 Gríniðjan hf. Salmonellusýklahern- aður. Kom fyrst fram á sjnarsviðið í þættinum Heilsubælið í Gervahverfi. Þannig var nú það, en samt ekki það heldur hitt, að nú víkjum við sögunni til frístundanornarinnar Fláfagurrar fósturömmu Litlu Skyndibitablár og komumst að því að hún er að brugga launráð og mjöð í kjallaranum hjá sér. Hún segir við örbylgjuofninn Ossi- bissu: “Ossibissa, herm þú mér hver fær fitugasta bitann úr þér?‘ ‘ Örbylgjuofninn Ossibissa: “í kvöld munt þú sjá, að Litla Skyndibitablá, mun bitanum ná, þar sem hún dvelur byrjar á k (ká) þar rennur á, framhjá. Hjá Mörlöndunum, já, munt þú hana fá, og henni ná. (Þetta rímaði!!!!!!) Bandbrjálaðist Fláfögur nú og reyndi að finna staðinn sem byrjar á k (ká). Eftir langa leit fann hún hann og lagði af stað í dulargervi Ford ’57, sömu leið og Litla Blá fór þegar hún lenti í ógæf- unni. í hanskahólfinu hafði Fláfögur MUNINN -31

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.