Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 17

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 17
erum með en við teljum okkur hafa fundið hinn gullna meðalveg í þessu kerfi. Vottorð fyrir einn veikindadag. Er það brýn nauðsyn? Já ég held að það verði að hafa tiltölulega einfaldar reglur í þessum málum. Við höfum fengið nokkra gagnrýni á okkur fyrir þessi vottorðamál og eins og segir í þessum reglum þá geta skólameistari eða aðstoðarskólameistari veitt leyfi eða þá framvísa menn læknisvottorði. Það gildir náttúrulega þarna um að menn geta gert skólameistara grein fyrir veikindum sínum og hann trúir þeim eftir sem áður. Er sanngjarnt að fella nemanda á fjórða ári, segjum vorönn, fyrir að mæta í 89 af hverjum hundrað kennslustundum? Nemandi sem er á fjórða ári hefur náttúrulega fylgst með mætingum sínum og þetta gerist ekki af sjálfum sér. Nemandinn er búinn að fá upplýsingar um stöðu sína og hvernig hann mætir í skólann, og ef hann hefur ekki fylgst með því sjálfur þá lætur skólinn honum í té upplýsingar um þetta mánaðarlega. Þannig að hann gengur að því vitandi vits að ganga úr skólanum sjálfur. Þetta gerist ekki þannig að stjórnendur skólans reka hann fyrirvaralaust, hann veit af þessu sjálfur allan tímann og hvert hann er að stefna. Þannig að við lítum svo á að nemandi segi sig frá skóla, ekki að hann sé rekinn. Hvers vegna var S-ið fellt burt úr kladdanum? Það var ýmissa hluta vegna. Þetta S hafði verið mjög ónákvæmt og mikið þrætuefni gjarnan á milli nemenda og kennara um hvort þeir hefðu komið seint, að það hefðu ekki verið liðnar svo og svo margar mínútur og það var mikið ósamræmi í þessu S-i. Og líka hitt að eftir að JÓn Már Héðinsson kennslustund er hafin er það truflun að fá inn nemenda, og í staðinn fyrir að meina honum aðgang þá er honum heimilt að nýta sér tímann en hann fær ekki gilda mætingu. Þetta er svona uppeldisatriði hjá okkur líka, að menn mæti stundvíslega til vinnu sinnar og séu ekki að mæta eftir að verkið er hafið. Og á það jafnt við við um nemendur og ekki síður um kennara. -4ð gefnu tilefhi verða nú birt atriði úr regium um skólasókn þeirra skóla sem haft var samband við til að öðlast eilítið víðari sýn, hvað það mái varðar er nú hefir verið flutt. Geta nemendur sem og aðrir læsir menn séð með eigin augum og dæmt með eigin dómgreind nýjasta mætingarkerfið í Menntaskólanum á Akureyri. Lofið það eða lastið eftir bestu samvisku... Menntaskólinn á Akureyri. í upphafi hverrar kennslustundar hefur kennari nafnakall og færir fjarvistir. Sé nemandi ekki kominn þegar nafnakalli lýkur fær hann fjarvist. Sé nemandi veikur ber honum að tilkynna það afgreiðslu skólans (skólaritara) fyrir klukkan 0900 og afhenda spjaldskrárritara læknisvottorð vilji hann að veikindi séu skráð sem vottuð fjarvist. í lok hvers skólaárs fá nemendur einkunn fyrir skólasókn sem hér segir: Fyrir100% skólasókn er gefin einkunnin 10 Fyrir 99% skólasókn er gefin einkunnin 9 Fyrir 98% skólasókn er gefin einkunnin 8 Fyrir 97% skólasókn er gefin einkunnin 7 Fyrir 96% skólasókn er gefin einkunnin 6 Fyrir 95% skólasókn er gefin einkunnin 5 Fyrir 94% skólasókn er gefin einkunnin 4 Fyrir 93% skólasókn er gefin einkunnin 3 Fyrir 92% skólasókn er gefin einkunnin 2 Fyrir 91% skólasókn er gefin einkunnin 1 Fyrir 90% skólasókn er gefin einkunnin 0 Ef óheimilar fjarvistir nemanda fara yfir 10% af heildarkennslustundafjölda fær nemandinn 0 í skólasókn og telst þar með hafa sagt sig úr skóla. Menntaskólinn í Reykjavík. Vottorði vegna veikinda í skamman tíma (1-2 daga) þarf ekki að skila, en vottorði vegna langvarandi veikinda ber að skila eigi síður en viku frá lokum veikinda. Skólastjórn tekur afstöðu til vottorða í hverju tilviki. í lok hvors misseris er reiknuð út skólasóknareinkunn nemandans samkvæmt eftirfarandi einkunnastiga: Skólasókn: 95,0-100% 90,0-94,9% 89,0-89,9% 86,0-88,9% 83,0-85,9% 80,0-82,9% 75,0-79,9% 73,0-74,9%o 70,0-72,9% Skólasókn undir 70% jafngildir úrsögn úr skólanum. Einkunn: 10 9 8 7 6 5 3 2 1 Menntaskólinn við Hamrahlíð. Veikindi nemanda skal tilkynna skólanum símleiðis fyrir kl. 1100 að morgni veikindadags. Lengri veikindi eða tíðar fjarvistir vegna þráláts sjúkdóms skal nemandi staðfesta með læknisvottorði eða öðru vottorði sem skólastjórn tekur gilt. Vottorði skal skila í síðasta lagi í lok hvers fjarvistartímabils. Skólasóknareinkunn er gefin upp sem hér segir, eftir að tekið hefur verið tillit til veikinda: Einkunn A 1 eining 0-50 fjarvistarstig Einkunn B Oeining 51-100 fjarvistarstig EinkunnC -1 eining 101-150 fjarvistarstig Einkunn D -2 einingar 151-200 fjarvistarstig Einkunn E yfir 200 fjarvistarstig: Nemandi er fallinn á önninni fær ekki að þreyta annarpróf. Texti og viötal: Vilhelm Anton Jónsson D7] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.