Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 60

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 60
ÍSLENSKT DAGSVERK Fátœkt er eins og stríð. Menn eru hnepptir í varðhald og deyja. Munurinn er sá að dauði vegna fátœktar er hœgur og fórnarlömbunum er kennt um. Hugmyndin á bak við íslenskt dagsverk er sú að íslensk ungmenni hjálpi jafnöldrum sínum á Indlandi tii betra lífs og auðveldi þeim menntun. Markmið verkefnisins er tvíþœtt. Annars vegar að nemendur frœðist um hagi þeirra sem eru stéttlausir á Indlandi og hins vegar verður 13. mars á nœsta ári tileinkaður þessu verkefni. Fara þá nemendur í fyrirtœki og inna þar ýmis störf af hendi og fara launin til bygginga skóla á Indlandi. Á Indlandi er hindúa-trú og byggir hún á því að guð skapaði fjórar stéttir úr mismunandi hlutum af líkama sínum. Fimmta stéttin eru þeir stéttlausu og eru þeir sumstaðar ekki taldir vera menn og því litlu rétthœrri en dýr. íslenskt dagsverk hefur í gegnum Hjálparstofnun kirkjunnar komist í samband við tvenn hjálparsamtök á Indlandi sem hún hefur átt gott samstarf við í 8 ár. Við munum vinna með svokölluðum stéttleysingjum, hinum lœgst settu í indversku samfélagi, sem búa við vœgast sagt hörmuleg kjör. Sem dœmi má nefna að á um 200.000 manna svœði starfa aðeins tveir lœknar, fjölskyldurnar búa í kofum og hreysum og hafa hvorki rennandi vatn né hreinlœtisaðstöðu, Fátœktin er gífurleg. Fólkið sem fœðist inn í lœgsta þrep þjóðfélagsins hefur enga möguleika á að vinna sig upp úr fátœktinni án utanaðkomandi aðstoðar. Sem dœmi má taka að fólkið í borginni skilur þvottinn sinn eftir úti á götu. Hinir stéttlausu þvo svo óhreina tauið og skila til réttmœtra eigenda. Að launum fá þeir stundum matarafganga og stundum ekki neitt. 13. mars nœstkomandi verður öllum menntaskólanemendum boöið upp á að vinna einn dag fyrir 1997 kr, Peningurinn fer síðan 1 uppbyggingu skóla. 1997 kr. er ekki mikill peningur á íslandi en mjög mikið á Indlandi því að meðaltekjur þar eru aðeins um 18.000. kr á ári. Allur peningur sem framhaldsskólanemar safna fer í beina hjálp því að styrkir frá fyrirtœkjum koma til með að greiða allan kostnað sem fylgir þessu hér heima. Þegar kemur að því að senda peningana til Indlands verða þeir sendir 1 þrepum. Áður en meiri peningur verður sendur, þá þarf skýrsla að hafa borist til baka um í hvaö peningarnir hafa verið notaðir. Ef eitthvað óeðlilegt kemur í Ijós þá er klippt á peningasendingarnar. En ólíklegt er að það gerist því Hjálparstofnun kirkjunnar hefur starfað lengi með þessum aðilum á Indlandi með góðum árangri. í þróunaraðstoð er ekki talið gott að gefa án þess að láta fólkið gera eitthvað á móti, t.d. þurfa nemendur að greiða litla upphœð í skólagjöld. Þetta er hjálp til sjálfshjálpar. Þegar nemendur sem við höfum hjálpað, hafa útskrifast úr iðnskólunum, fá stelpurnar saumavéi og strákarnir verkfœrasett. Þetta hjálpar þeim að vinna alls konar smáiðnað og hefur þetta skilað góðum árangri. Nú á haustdögum var haldið þing um íslenskt dagsverk á Akranesi og var þar mikið og gott starf unnið. Við sem fórum frá Menntaskólanum vorum sammála um að mjög vel vœri að þessu staðið. Við leitum nú að áhugasömum aðilum til að vinna í Dagsverks-nefnd í skólanum og munu þeir stjórna verkefninu í M.A. Áhugasamir tali við undirritaðan eða setji skilaboð í skáp 38. Nú er komið að því að hugsa ekki bara um hvað heimurinn er óréttlátur heldur gera eitthvað. Við getum ekki hjálpað öllum og okkar hjálp mun í sjálfu sér ekki breyta miklu þegar viö lítum á hvað vandinn er mikill 1 hinum svokölluðu þróunarlöndum. En hjálp okkar mun skipta miklu máli fyrir þessa fáu sem við getum hjálpað. Marinó Tryggvasson m MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.