Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 45

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 45
Kristinn R. Ólafsson Elskufruarmjölk "Cogito, ergo sum", sagSi René Descartes (djöfull slæ ég gáfulega um mig meS því aS byrja svona, ha!). En mér flaug þessi setning í hug þegar ég lagSist undir feld (jæja, þaS var víst bara venjuleg reykvísk sæng, en liggjandi var ég aS minnsta kosti), lagSi heilann í bleyti (þann skraufþurra skratta) og reyndi aS finna eitthvaS til aS setja hér saman eftir beiSni ritstjóra Munins, einhverjar minningar (minningargrein) frá lönguliSnum skóladögum í Menntaskólanum á Akureyri. Mér kom Descartes i hug vegna þess aS bein tengsl eru milli hugsunar, minnis og minninga og þess sem maSur er hverju sinni. Og ég tek þaS fram aS ég hef svínsminni. FortíSin er mér nokkurskonar formlaust óskepi, einhver grámi og holtaþoka þar sem mótar fyrir einstaka vörSu í muggunni. Og ef ég reyni aS ganga afturábak í tímanum verS ég strax aS afturgöngu og paufast milli þessara vörSunefna stefnulaust, stekk eSa vofast frá einu augnabliki til annars, frá einni minningu til annarrar, en get aldrei veriS viss um hvort þessi tiltekna þúst sem ég sé grilla í, geng aS, þreifa jafnvel á, sé/hafi veriS til í raun og veru; kannski er hún bara ekkisins hugarburSur, árans hrognadella útgotin í hausnum á sjálfum mér núna. Og maSur er þaS sem maSur er og var, eSa þaS sem maSur man, þykist muna af fortiSinni; jafnvel smíSar sér, því aS oft er ný fortíS sköpuS eSa hún aS minnsta kosti snyrt eSa snurfusuS til þess aS fella hana betur aS því sem maSur er eSa vill verSa hverju sinni. Eftir aldardjórSung eru skóladagar í MA orSnir aS slíkri holtavörSuheiSi í huga mínum, óáþreifanlegir atburSir sem ógerlegt er nú aS sannreyna hvernig voru í raun, skáldskapur sem hugurinn framkallar í hvert skipti sem þeirra er minnst, skáldskapur um þennan Eyjapeyja sem var ég en er ekki lengur ég. Mér yrSi eflaust um og ó ef ég hitti hann á förnum vegi, litist ekkerf á hann; eSa kannski þekkfi ég hann bara alls ekki aftur. -Ætlar kallfjandinn ekki aS fara aS koma sér aS efninu? Fara aS segja eitthvaS af viti? Koma sér útúr þessari dalalæSu sinni? VoSalegur þokuskúmur er þetta! ViS getum ekki veriS aS eySa kílómetrum af pappír og kílógrömmum af prentsvertu í svona kjaftæSi. -Ha? Jú. Skáldum í skörSin! In nomine Patris.Þetta er þýska -skriflegt próf, þýSing og ritgerS. Mér gengur bara sæmilega vel meS þýSinguna og tekst siSan meS nokkrum sæmilega réttum setningum aS leiSa stílinn (ég valdi efniS Frúling eSa eitthvaS í þá veru) inná almennar setningar (um das Wetter....) sem ég hef undirbúiS heima og komiS meS i kollinum i prófiS. Þetta er í kennslustofu i suSausturhorninu í gamla skólahúsinu. Vökull kennari gengur um brakandi gólf og telur mínúturnar meSan tíminn líSur þögull og þungstígur útum gluggana, yfir þök næstu húsa , yfir Pollinn og prjámast upp brekkuna hinumegin fjarSar, uppá brún fjallbáknsins er ber myrktog háttviS bjartan austurhimin. Morguninn er aS breytast í blíSan júnídag. OSruhverju heyrist gengiS um frammá gangi, hlaupiS niSur stigann hröSum skrefum, síSan stokkiS meS fagnaSarópi fram ganginn niSri. Þetta gamla hús kveinkar sér meS hálfgerSum giktarstunum undan þeim sem eru aS fara- fara út - búnir í prófinu. En tíminn heldur áfram aS staulast útum gluggann hér uppi og nennir varla orSiS yfir Pollinn lengur, hvaS þá upp risastórt fjalliS. Das Wetter ist gut.Die Sonne. Jæja andsk.! Þetta er orSiS nóg hjá mér . Eg slæ botninn í þetta. Nei. Best aS renna augum yfir þetta aftur. Er þaS ekki örugglega das Wetter? Loks þríf ég prófarkirnar hægri hendi en þreifa meS þeirri vinstri undir borSiS og gríp skólatöskuna. Hún er þung þótt engar bækur séu í henni í dag. Eg stend á fætur, geng eftir brakandi gólfinu aS kennaraborSinu, legg úrlausnir mínar á þaS og hraSa mér síSan út. Tíminn eltir mig útum dyrnar og er orSinn jafnskemmtilega hraSstígur og ég þegar ég hrapa nánast niSur stigann, hleyp fram ganginn niSri og útí sumardaginn sem bíSur á tröppunum ásamt skólasystkinum, útí framtíSina. SíSustu þrautinni á stúdentsprófum 1973 er lokiS.Og ég létti á skólastöskunni minni, dreg hvítvínsflösku uppúr, nauSga tappanum niSrum hálsinn á henni og alla leiS niSrí maga þar sem sjá má magasýrur hennar glitra og gutla. Og ég fæ mér langan sopa af hlandvolgri elskufrúarmjólk., eSa.glóSvolgum gleSimiSi frelsisins. Þó varS þessi prísund í MA einn dýrlegasti tími í lífi manna, er þaS aS minnsta kosti í minningunni nú; tími þar sem maSur lærSi aS standa á eigin fótum og fékk veganesti sem maSur er enn aS kroppa í, tími þar sem maSur eignaSist margan vininn, margan langvininn. Og satt er hiS fornkveSna aS langvinir rjúfast síst. [45] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.