Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 10

Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 10
4 Nú uröu menn næsta glaðir í Aberdeen; menn tóku reipi og stiga, og aðalsfrú Byron lagði af stað með öllum þeim'Tnönnum, sem lmn gat náð í, og fór á eptir Hrólfi fet fyrir fet. Á leiðinni var hún frá sjer numin af gleði, og lofaði guð fyrir, að barn hennar var enn þá lifandi. Eptir liðuga hálftíma göngu, nam hundurinn staðar rjett við lítinn foss, vegurinn lá þar niður á milli djúpra gjáa, og þar nam fiokkurinn því staðar. þá er hundurinn var kominn að þessum stað, fór liann þegar umsvifalaust niður A eptir hengiflugi ofan í djúpa gjá. Ef frú Byron hefði farið á eptir hundinum, hefði hún mátt eiga dauðann vísan. Hún hrópaði þá í ofboði á son sinn með nafni. Neðan úr gjánni kom svarið frá drengnum, og sagði hann nákvæmlega, hvar hann lá. Fjallabúi, sem var með mönnunum frá Aberdeen, til þess að hjálpa þeim, lagðist þvers um yfir gjána og kallaði niður til hans. Með miklum erfiðleikum og liættu var hann loksins dreginn upp með reipunum; þegar er höfuð hans kom upp úr gjánni, hætti móðir hans lífi sínu, til þess að leggja sig niður að honum og grípa í hann. Byron var frelsaður, en liann lá lengi í öng- viti í örmum móður sinnar. þegar hann lauk augunum upp aptur, stóð Hrólfur og sleikti höndina á lionum. Mörgum árum eptir var Byron orðinn frægt skáld, og ávallt átti hann liundinn, sem hann átti það að þakka, að hann frelsaðist frá skelfilegum dauða. Byron hjelt mikið af hundum, eins og kunnugt er; og þegar liann missti æsku- vin sinn Hrólf, þá er sagt, að hann hafi grátið eins og barn. Seinna átti Byron annan hund af Newfoundlandskyni. Hann hjet Boatswain; þótti Byron ákaflega vænt um hann og átti hann í mörg ár. [>á er „ Byron var á skemmtisiglingum, kastaði hann sjer opt útbyrðis, til þess að reyna hundinn, en jafnan stökk Boatswain á eptir, greip í frakkakraga Byrons og synti með hann í land, og rjeð hann sjer þá varla fyrir gleði. Hundur þessi dó 1808; setti Byron þá legstein yfir hann, er þessi orð stóðu á: „Jeg hef að eins átt einn vin — og hann hvílir hjer“. Eptir dauða Byrons hefur honurn verið reist lílmeski, þar sem Boatswain liggur við fætur honum, og er myndin í bók- inni af þessu líkneski.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.