Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 10

Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 10
4 Nú uröu menn næsta glaðir í Aberdeen; menn tóku reipi og stiga, og aðalsfrú Byron lagði af stað með öllum þeim'Tnönnum, sem lmn gat náð í, og fór á eptir Hrólfi fet fyrir fet. Á leiðinni var hún frá sjer numin af gleði, og lofaði guð fyrir, að barn hennar var enn þá lifandi. Eptir liðuga hálftíma göngu, nam hundurinn staðar rjett við lítinn foss, vegurinn lá þar niður á milli djúpra gjáa, og þar nam fiokkurinn því staðar. þá er hundurinn var kominn að þessum stað, fór liann þegar umsvifalaust niður A eptir hengiflugi ofan í djúpa gjá. Ef frú Byron hefði farið á eptir hundinum, hefði hún mátt eiga dauðann vísan. Hún hrópaði þá í ofboði á son sinn með nafni. Neðan úr gjánni kom svarið frá drengnum, og sagði hann nákvæmlega, hvar hann lá. Fjallabúi, sem var með mönnunum frá Aberdeen, til þess að hjálpa þeim, lagðist þvers um yfir gjána og kallaði niður til hans. Með miklum erfiðleikum og liættu var hann loksins dreginn upp með reipunum; þegar er höfuð hans kom upp úr gjánni, hætti móðir hans lífi sínu, til þess að leggja sig niður að honum og grípa í hann. Byron var frelsaður, en liann lá lengi í öng- viti í örmum móður sinnar. þegar hann lauk augunum upp aptur, stóð Hrólfur og sleikti höndina á lionum. Mörgum árum eptir var Byron orðinn frægt skáld, og ávallt átti hann liundinn, sem hann átti það að þakka, að hann frelsaðist frá skelfilegum dauða. Byron hjelt mikið af hundum, eins og kunnugt er; og þegar liann missti æsku- vin sinn Hrólf, þá er sagt, að hann hafi grátið eins og barn. Seinna átti Byron annan hund af Newfoundlandskyni. Hann hjet Boatswain; þótti Byron ákaflega vænt um hann og átti hann í mörg ár. [>á er „ Byron var á skemmtisiglingum, kastaði hann sjer opt útbyrðis, til þess að reyna hundinn, en jafnan stökk Boatswain á eptir, greip í frakkakraga Byrons og synti með hann í land, og rjeð hann sjer þá varla fyrir gleði. Hundur þessi dó 1808; setti Byron þá legstein yfir hann, er þessi orð stóðu á: „Jeg hef að eins átt einn vin — og hann hvílir hjer“. Eptir dauða Byrons hefur honurn verið reist lílmeski, þar sem Boatswain liggur við fætur honum, og er myndin í bók- inni af þessu líkneski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.