Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 36

Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 36
30 gufismanninum; var hann lítill vexti en spikafiur vel, með íiatt nef og heimsku- legt andlit; hjelt hann fyrir mjer langa ræðu um hátíð í kirkjunni San Antonio Ahbate, sem væri haldin einu sinni á ári, og kvað hann þá vera stökkt vígðu vatni á uxa og asna, hesta, geitur og fugla, þeim til huggunar og hughreysting- ar. þótti honum páfatrúarmenn gjöra nóg fyrir dýrin með þessu. Annars er það vanasvar, þegar líkt kemur fyrir, að „dýrin sje eigi kristin11. Almúginn er mjög fáfróður, og er það trú hjá honum, að dýrin hafi því nær enga tilfinningu, og geta menn nokkuð skilið af því, hvernig stendur á því, að jafn góðgjarnir og göfugir menn og Rómverjar eru, skuli fara þrælslega og svívirðilega með skepnur sínar. En þetta er engin afsökun fyrir prestana; þeir hafa í þúsund ár átt að sjá um að mennta þjóðina, en í stað þess hafa þeir gert allt, sem mannlegur máttur megnar, til að uppræta drengskap og dáð úr huga þjóðarinnar. En eptir að páf- anum var steypt frá völdum í Ifórnaborg, leið eigi á löngu áður menn gengu þar í fjelag með Margarítu konungsdóttir í broddi fylkingar, til þess að vernda dýrin. Frjálslyndu blöðin hafa stutt fjelagiö af alefli, ogsegjamenn, semþekktu ástandið í Rómaborg fyrir nokkrum árum, að fjelag þetta liafi þegar fengið nokkru áorkað“.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.