Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 9

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 9
ríða með sér út eftir. Léttfeti var dansandi fjörugur, en nokkuð hræddur við ís- gljána, sem eðlilegt var. Jörundi virtist hann miklu efldari og þróttugri en um sumarið, enda hlaut það að vera eftir eldið. Presturinn var ferðbúinn þegar þeir Jörundur komu; viðstaðan varð ekki önnur eu að drekka kafflð og þrjú vínstaup, Klerkurinn tók á Léttfeta áður en þeir stigu á bak og sagði: „Þetta kalla ég fallega alið, alveg hjólspikaður. Honum hlýtur að hafa farið stórmikið fram í vetur“. Jörundur brosti við; svo riðu þeir úr hlaðinu: klerkur reið hart eins og hans var vandi til; Gráni var margaiinn, skapharður hraustleika-hestur á tíunda vetri og eigandinn fór nærri um, hvað mætti bjóða honum. Fyrstu tvo sprettina voru hestarnir hnífjafhir á stökkinu; en þá lengdi prestur sprettina að mun og lát skamt iíða nrilli þeirra. Seinasti spretturinn heim undir „annexiuna" fór svo, að Gráni tók á skeiði nróti Léttfeta á stökki. Bógvöðvarnir á Ljettfeta titruðu, þegar JörundUr steig af baki á hlaðinu; mæðin var ákaflega tíð og nrikil. I.éttfeti hafði ekki þor nje lyst til ab ét.r nreð svo mörgum lrestunr um daginn; lrann var því alveg óvanur; enda sýndist mönnum hann æði mjósleginn og svangur þegar hann var söðlaður um kvöldið. Reiðin var engu vægari heim; aftur tók Léttfeti fyrstu tvo sprettina móti Grána, tapaði þeinr þriðja og fókk að lokum engu vægri skifti en um nrorgunimr. Jörundur vildi óvægur heinr; ekki bíða eftir kaffi; þakkaði presti fyrir góð boð og kvaddi hann vingjarnlega. Báðir voru nokk- uð ölvaðir; svo héit Jörundur heimleiðis og lét gremjuna yfir ósigrinum, æsta af ölvaninni, þyrma yfir hestinn; reið óvægið, enda lét nú klárinn vekurðina fúslega fram og Jörundur heinrtaði freklega. Bógvöðvar Léttfeta skuifu enn þá meir en um morguninn. Jörundur spretti af, hesturinn gekk niður að brunnvökinni og svaig ákaflega vatnið. Sunnansvalinn næddi náttkaldur og bitur; þegar hestahirðir- inn kom að húsinu, stóð Lóttfeti við dyrnar í hnipri og hríðskalf. Morguninn eftir át Léttfeti nrjög lítið og vildi ekki fara út með hinum liestunum. Hann liafði tréstirðnað. Svona stirður var hann hálfan mánuð og lroraðist niður; eftir það fór honum snrám saman batnandi. Það vantaði lrvorki töðu né matgjafir, en þrifin voru lengi slæm og hesturinn ósællegur. Um sumarmálin kom Jörundur honunr á bak nokkrum sinnum; fjörið var minna, þyngra og þverara, fótnrýkt og fjaðurmagn liafði stórunr þverrað. Jörundur seldi Léttfeta um vorið, þá var fullreynt að fimni og gæði hans voru farin; en Jörundur keypti aftur í staðinn sjö vetra ganrlan gæðing, nresta stólpagrip og fjöróðan, og gaf 300 krónUr fyrir hann; en fyrir Léttfeta fékk hann 170 krónur, svo naumast var hægt að segja, að Jörundur græddi á folanum. 'Vinnumaðurinn, sem keypti Lóttfeta, undi ekki við hann nema árið; hestinn vantaði góðan fráleik og reyndist heldur fótstirður; heimantregur og ákomudaufur, en kepp- inn og stífur í samreið. Þá var verðið ekki nerna 135 krónur,

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.