Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 30

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 30
26 hafði setið fyrr; þar þrífur hann með skoltinum einhverja flyksu upp úr snjónum, og kemur svo hlaupandi með hana til mín. í þessum svifum verð óg þess var, að ég hafði mist annan vettling minn og skildi þá undir eins aðfarir hundsins. Upp frá þessu gætti hann ávalt ótilkvaddur reiðsokka minna, svipu eða annara muna, er ég iagði frá mér á ferðalagi, og mátti þar engiun óviðkomandi hafa hönd á. Öðru sinni var ég að haustlagi staddur hjá nágranna mínum. Ég slepti hesti mínum í túnvarpann og gekk í baðstofu með bónda. En er við höfðum setið að tali um hríð, kemur mér í hug, að vissara só fyrir mig að liyggja að hestinum. Só óg þá að hann er kominn út í túnföt og leitar í áttina heim. Fylgir Tryggur lionum eftir og togar í taglið sem mest hann rná. öengur þetta um hríð, að liest- urinn færist í hægðum síuum fjær bænum en seppi togar í á móti. Loksins leið- ist honum þóflð, sleppir taglinu og gengur litla stund í kring um hestinn. Alt í einu er sem honum hugkvæmist sú rétta aðferð, hann grípur með tönnunum utan um beizlistaumana og sezt svo hreykinn niður, var nú klárinn tjóðraður þannig þangað til ég kom að og leysti Trygg af verði. Mörgum sinnum síðar gætti hann hests míns á þsnnan liátt, ef ég fékk honurn tauminn og benti honum að setjast með hann. Þá var það eitt sinn, að ég fór um vetur ríðandi að heimsækja bónda einn eigi alllangt frá heimiii mínu. Tók bóndi við hesti mínum og lét hann í hús eitt bak við bæinn, en Tryggur lagðist í bæjardyr hjá reiðfötum mínum. Þegar óg hafði taflð um stund, vill smaladrengur þar á bænum taka reiðsokka mína, sem slæðst höfðu út á gangveginn í dyrunum og leggja þá til hliðar. Yerður seppi þá óvægur og bítur drenginn svo hann varð frá að hverfa. Kemur piiturinn nú inn til okkar bónda og kveður hundinn vera meira en meðal óvætt, því hann hafi riflð sig nær til óbóta. — Ég hafði aflokið erindum mínum og hugsa að bezt muni nú að búast Lil heimferðar, svo að seppi rífi þar ekki fleiri menn. Biður nú bóndi drenginn sama, að taka hest minn og leggja á hann reið- tygi. Drengurinn heitir því og fer út; eftir nokkrar mínútur þykist ég vita að pilturinn sé búinn að ná hestinum, og kveð því fólkið og fer út með bónda, en þá sjáum við hvorki drenginn nó hestinn og Tryggur er liorflnn. Yið snúum nú til hesthússins til að vita, hvort liesturinn sé þar, en þegar við komum þangað, stendur pilturinn háifskæiandi uppi í stálliuum og heidur í beizlið á hesti mínum, en seppi situr með gapandi gini á þröskuldi hússins og ver báðum útgöngu, en strax sem ég kom til, fór hann úr dyrunum mjög glaður á svipinn og varði mér ekki að taka hestinn. Ekki var Tryggur það sem menn kalla vænn fjárhundur, enda fékk liann lítinn eða engan vana í því efni; ég held og að hann hafi að náttúrufari verið of grimmur til að fást við sauðfó. Ekki var til nokkurs að ota honum á nautgripi, hann fór þá hvergi, en hesta og menn beit hann hlífðarlaust, ef honum fanst sér misboðið.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.