Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 46

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 46
42 við brosandi — æfcla ég að segja ykkur ofurlitla sögu." Nú kom heldur en akki hreyfing á hópinn. Á svipstundu vóru bækur og reikningsspjöld horfin og allur hóp- urinn horfði með eftirvænting á inn hjartfólgna gamla kennara. „Já já, börnin mín,“ tók hann til máls; „sagan, sem ég ætla nú að segja ykkur, er ekkert gleði efni; þvert á móti er hún mjög sorgleg, en samt vona ég að hún verði ykkur til blessunar. Það var einu sinni fátæk móðir, sem átti ofurh'tið yndislegt heimili; alt í kringum það uxu rósir og þaðan var Ijómandi fagurt útsýni yfir engi og akra, sléttur og skóga. Þetta htla heimili og smábörnin fjögur, sem uxu þar upp, var aleiga móðurinnar, og þessa aleigu sína elskaði hún af öllu sinu hjarta. Allan daginn var hún að vinnu sinni, að útvega htlu börnunum fæði og gera heimilið svo notalegt og þægilegt fyrir þau, sem kostur var á, og þegar hún svo á kvöldin kom heim, þreytt af erfiðinu, var fögnuður barnanna in fegurstu og beztu launin, sem móðurhjartanu gátu hlotnast. — En eitt kveld, þegar hún kom heim, var heimilið horfið; þar sem það liafði verið, vóru rústir og þar hjá lágu fjög- ur fallegu börnin hennar dauð. Grimmlyndur ræningi hafði lagt heimilið að rúst- um og drepið börnin. Ó, hvað það var átakanlega sárt, að sjá ogheyra sorg vesal- ings móðurinnar; hún kveinaði svo aumkunarlega, að jafnvel steinn hefði hlotið að vikna; — en bráðum þagnaði hún, því hjarta hennar sp'rakk afharmi. Fyrir næstu sólaruppkomu lá hún liðið lík lijá börnunum." Hansen kennari þagnaði og leit til barnanna. Margar af stúlkunum grétu og héldu svuntuhorninu fyrir augunum, og enda flestir drengjanna vóru hryggir í bragði; en í miðjum hópnum stóð ofurlítill hrokkinhærður piltur með tindrandi augu og kreppti hnefann reiðulega. „En ræninginn ?“ spurði hann ákefðarlega, „náðist hann? Iivað varð um hann? Verður honum refsað ?“ „Já, litli vinur minn,“ svaraði kennarinn, „honum verður refsað — að minsta k«sli af sinni vondu samvizku; en annars hefir hann ekki náðst enn þá; þó gæti skeð að þið gætuð hjálpað mér tii að handsama hann, þegar þið fáið að heyra, hvar þetta fór fram. Viljið þið ekki gera það ?“ „Jú,“ svöruðu öll börnin sem einum munni, og inn litli hrokkinkollur, Hans Pétur, bætti við: „Bara að ég gæti náð honum!“ Hansen kennari horfði lengi þögull og alvarlegur á börnin, og hélt svo á- fram: „Já, heimilið lá hérna í grendinni." — Börnin horfðu undrandi á hann. — „hinum megin við veginn úti í garðinum hans Lars Petersens. Þar hafði sólskríkjan bygt sér hreiður í nánd við rósarunn, og langan tíma hefir það verið ein af mín- um daglegu skemtunum að athuga ið ánægjulega heimilislíf, er hún lifði með litlu börnunum sínum, og ina hvíldarlausu starfsemi hennar til þess að útvega litlu hljóðabelgjunum fæðu. Upphaflega vóru þau tvö um að byggja hreiðrið og draga að heimilinu; en urn lengri tíma hefi ég ekki séð makann hennar; líklega hefir rán- fugl grandað honum; — en svo vann hún á við tvo og gaf sér aldrei tómstund. Svo þegar kvöldaði, settist hún þreytt, en þó ánægð, lijá hreiðrinu og vegsamaði hann og

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.