Dýravinurinn - 01.01.1903, Síða 13

Dýravinurinn - 01.01.1903, Síða 13
 „Mikið bulvað kaup var það, þegar ég lét svikja þennan jálk á mig. . . Þetta hefur hann vitað, prangarinn, að eiuhver veikindi leyndust í honum. . . Ég skal bara hundskamma hann, ef ég næ til lians, og koma upp öllum svikunum." Svo spyrnti hann óþyrmilega við skrokknum og hélt að hrafnar og tóur mættu naga um renglurnár á honum sín vegna. Heima í sveit fullyrti lausinginn, að Léttfeti liefði eflaust drepist úr einhverju fári. „Hann var í töluverðum lioldum . . . Líklegast fengið lirossasótt; þeim lrættir til þess, sem ekki eru hagvanir. Ólukkans tuddi var Þorbjörn að taka ekki klárinn um daginn úr því að horium þótti hann svo horaður-------------------En það sem hann segir urn útlitið, er ekkert að marka. Aldrei þykja honum neinir liestar í standi, nema sinir. Ég man Þorbirni þetta bragð meðan ég liíi.“ Og lausinginn lét brýrnar siga og gerðist svo grimn jegur sem liann gat. En fram á Auðnum, undir uppblástursbarðinu, lá Léttfeti, og þjáðist hvorki af sulti né þreytu. Dagsverkinu var lokið; skeiðið, sem hann byrjaði fjörugur og léttstígur, endaði þarna fram á Auðnum. Uppblásturs-barðið geymir enn í dag nafn hans og er kallað Léttfetabarð; það smáeyðist og sléttist við foksandinn, hverfur og gleymist. LTr hausi þessa klárs kemur aldrei naðra, t-il að bíta nokkurn mann. Þ. G. H r i n g u r UNDUK þessi var ættaður að norðan, en kom uugur að Illíð í Gnúp- verjahreppi til þeirra hjóna Lýðs lireppstjóra Guðmundssonar og Aldísar konu hans, og lifði þar til elli, virtur af meðliundum sínum fyrir afls sakir og vaxt- ar, en vel metinn af íuenskum samsveituugum sínum sakir þess frábæra andlega atgervis, sem snemma bar á hjá lionum. Þykir hlýða, að hans sé hér að nokkru getið, ef verða mætti að einlivorju til skemtijynar þeim, sem opin hafa augun fyrir háttsemi dýranna, en hinum til fróðleiks, ^eri hættir um of við að tala um „skynlausar skepnur" og þá auðvitað tilfinningasljóvar. Það er haft til marks um vit Hrings, að liann þekti nöfn manna á heimil- inu; væri houum t, a, m. sagt að vitja matar síns lijá eiuhVem af stúlkunrim, sera 2

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.