Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 17

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 17
13 morguninn eftir, þá er fjósamaður kemur út, sér hann, hvar Jarpur stendur rétt við bæjardyrnar og eltir Jarpur liann til fjóss, hneggjandi, en maðurinn gefur því engan gaum og gefur kúnum, en heyrir, að Jarpur er við og við að hneggja úti. Þegar fjósamaðurinn gengur heim, eltir Jarpur hann hneggjandi heim að bæjardyrum, en mað- urinn gengur inn í baðstofu og byrjar pá að tala um, hvað Jarpur sé skrítinn núna, hann sé alt af að lmeggja og hafl elt sig bæði til fjóss og bæjardyra. Piltunum þykir þetta undarlegt og ganga út; heyra þeir þá strax til Jarps, að hann er að hneggja, og sjá hann á gangi vestur túnið, en Gráskjóna sjá þeir hvergi; fara þoir því að leita að lionum í næstu liúsum og kring um bæinn, en flnna hann hvergi. Skurður er graflnn mcð vcsturjaðri túnsins, cg liggur brú yflr liann cg gata heirn að bænum. Þangað gengur einn piltanna og sér hann þá, að Gráskjóni er þar fastur í skurðin- um og snéri höfuðið að brúnni, en svo var skurðurinn mjór og djúpur, að hann gat hvorki snúið sér við né hent sér upp á bakkann. Komu þá piltarnir þangað og björguðU Gráskjóna upp úr skurðinum. Á meðan stóð gamli Jarpur á skurðbakkan- um og ho'rfði á. A ð lýsa svip hestanna, er þeir hittust á bakkanum, er ekki hægt; þeir einir gota gert sér hugmynd um hann, sem hafa tekið eftir inum glaða tryggða og vinar svip, er skepnurnar sýna liver annari, þegar líkt stendur á. — Jarpur og Gráskjóni skiidu elcki hvor við annan frá þeim tíma, hvorki vetur né sumar, þegar þeir voru sjálfráðir, og síðan Jarp var fargað, lieflr Gráskjóni ekkl fest vináttu við nokkurt hross, heldur hefir hann mest farið einförum og ávalt verið einstæðingur síðan, Jón Einksson (Bjóluhjáleigu). Fluga tekur fóstur. ETURINN 1900 gekk hér eystra skæð hundapest. Hér voru 2 tíkur, er lifðu liundapestina, Fluga og' Stáza, og voru aldir 4 livolpar á hvorri. Þegar saga sú gerðist, er hér skal sögð, voru hvolparnir orðnir mánaðar- gamlir. Einn dag um vorið sáust þess glögg merki, að kisa var meðjóðsótt. Hún var sárveik allan daginn og hafði enga matarlyst. Næsta morgun var það fyrsta Verk konu niinnar að vitja um kisu,

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.