Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 40

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 40
36 að hún væri fær um að vita Trygg slátrað, þá lét hann það farast fyrir það haust. Næsta iiaust, er Tryggur var 6 vetra, leizt Haraldi svo á, að eigi mundi Tryggur bíða batnaðar úr því. Þá var það að kvöldi eins smaladags, að Haraldur tók nokkra sauði inn í hús og gaf þeim hey, en ætlaði að slátra þeim snemma að morgni. Lét hann Trygg einnig inn með þeim, á laun við Sigríði, ætlaði nú að slátra hon- um og láta hana ekki vita það fyr en eftir á. En hana grunaði, fór lít í húsið og hafði með sér bita handa Trygg, ef hann kynni að vera þar. Og hún sá hann þar; hann stóð og liýmdi á gólflnu, en hinir allir vóru að éta heyið með beztu lyst. Og nú lét hann sem hann sæi hana ekki. Hún talaði til hans, en hann gaf því engan gaum. Hún bauð honum matinn, sem hún hafði með sér handa honum; en hann þáði eípki og var eins og utan við sig. Þetta hafði aldrei komið fyrir áður. Yar Sigríði nú nóg boðið. Þá er luín kom inn, sá Haraldur, að henni var brugðið, þóttist vita hvað til bar, og spurði hvort hún hefði komið til sauðanna. Játaði hún því í döprum róm, og sá hann að hún tók þetta mjög nærri sér. Gaf hann henni þá leyfi til að hleypa Trygg út, fyrst hún vissi af honum. Hún þá það með þökkum og hleypti Trygg þegar út. Þá varð hann eins og hann átti að sér og þáði nú það er hún bauð honum. Hélt hann vana sínum þann vetur. Um vorið fór hún vistferlum frá Hrafnkelsstöðum. Enda var Trygg slátrað um haustið, er hann kom af afrétti, og varð þá ekki til tíðinda. Bæði Sigriður sjálf, Haraldur bóndi, Guðrún kona hans og fleira heimafólk, er þá var á Hrafnkelsstöðum, hafa sagt mér frá þessu og öllum borið saman. Br. J. Móðurást kattar. 'ÆRINN í Svínárnesi við Eyjafjörð brann árið 1894. Fólkið bjargaðist með naumindum en lítið eða ekkert náðist af innanhiissmunum. Þegar slysið vildi til, lá köttur á þrem ketlingum þar í bænum, en í fátinu, sem var á öllum, mundi enginn eftir vesalings kettinum, íyr en bærinn var orðinn svo brunninn, að enginn kostur var að bjarga kisu og kettlingunum. En þegar minst varði, kemur kisa út úr eldinum með kettling í kjaftinum og leggur hann á afvikinn stað. Yildi nú einhver, sem viðstaddur var, hafa hönd á kettinum, er hann sýndi sig hklegan til þess að leggja inn í logann aftur, en það heppnaðist ekki, kisa slapp úr greipum honum og flýtti sér inn í eldinn. Eftir örstutta stund kom liún út aftur með annan ketthng, og var þá orðin talsvert brunnin; vildu menn nú fyrir

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.