Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 22

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 22
!H hú enn nákvæmar eftir að 'spekja hann og samþýða hrossunum og gerði við hann gælur ýmislegar. Þá vóru í Yíðikeri mörg hross og þar á meðal hryssa ein með ungu folaldi, þót.ti Sokka1 gamnn að því, og tók nú að una betur högum sínum, skorti liann og eigi vingjarnleg atlot nó væga meðfei'ð. Er þar skjótast af að segja, að þaö sumar tók Sokki þeirri trygð við hagana í Víðikeri, að síðan undi hann hvergi annarstaðar. 1 Víðikeri er erflð smölun búfjár, eru þar mýrar miklar, en sumstaðar ásar og þess á milli þýft land og viði vaxið. Landið mikið að víðáttu og fyllist á surprjn með afréttarfé, er enginn hægðarleikur að skiija sundur 'búsmála og geldfé i slíkum högum. , Sigurgeir er ágætur fjármaður eins og þeir ættmenn fleiri, var það vandi hans að smala sjáifur og við þá smölun tamdi hann Sokka, þegar hann var orðinn fullþrpskaður liestur, og þykjast kunnugir menn aldrei hafa þekt slíkan smalahest, sökum snarræðis og vitsmuna; hvorki táimuðu honum víðimóar, vatnsgraíningar, stórgrýttir melar nó mýrasund; hann þaut yfir það ait án þess að missa fóta, og engum gat blandast hugur um það, að hann þekti sundur búsmala og- geldfé, þegar fram á sumanð leið og hann fór ,að venjast þeirri sundurgreining. Honum var. sjálfstýrt í þeirn eltingaleik, og þá var hann hvorki taumstirður né óhlýðinn þeini er á baki sat. Eraman af ævinni kom enginn Sokka á bak annar en eigandinn sjálfur; síðar, þá er hann var 9 — 10 vetra, fór kona Sigurgeirs að riða honum og.yarð hann henni all-vel auðveldur, er þau fóru að kynnast saman; þó sætti hann sig aldrei vel við, söðu], og að því varð vjnnukonu einni, sem oft hafði óskað eftir því, að koma Sokka á bak. Reið hún honum eitt sinn frá engja-fólki austan úr mýrum og heirn- leiðis að Víðikeri; var klárinn fyrst hægur, en ekki stóð sá friður lengi. Fór hann að ókyrrast, er þau höfðu íarið nokkurn spöl, og því næst brauzt hann á sprett, urðu þaú leikslokin, að stúlkan sá það ráð vænlegast, að kasta sér úr söðlinum; sakaði hana hvergi, en ekki steig hún Solcka aftur á bak og var þó vinnukona þessi vön fjörhestum og vel reiðfær. Önnur var sú vinnukona, sem oft hafði beðið ius sama, en Sigurgeir færðist ávalt undan, þorði nú varla að liætta til slíks, þótt stúlk- an væri vön hestum og djörf að lileypa þeim. Það var einhverju sinni um vor, að vinnukona þessi var send með kafíi til torfristumanna nokkurn spöl frá bæ, en þar hjá þeirn vóru hrossin á beit, stóðst vinnukonan nú ekki freistinguna, tekur Sokka og beizlar, stígur á bak og ríður þvers frá hrossunum; urðu nú skjót umskifti. Klárinn rauk á harða stökki suður eftir, var þar yflr gatnalausa móa og veitur að fara og varð þeim ekki mikill farartálmi að þeim; lialda þau inni s.ömu ferð suður eftir þar til þau koma á ásröðul einn, þar sem Sigurgeir stóð og slcygndist að íé, sá hann og för vinnukonunnar og þótti ekki vænlega horfa. Sokki staðnæmdist við fætur húsbónda síns ineð svo snöggri svipan, að vinnukonan hrökk fram af, en klár- inn stóð grafkyrr og horfði á Sigurgeir líkt og liann væri að benda honum á, að

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.