Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 32

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 32
28 lengi. Fer nú að dimma í lofti og drífa lítið eitt; er hann þá einráðinn í að leita skálans, en þykir ilt að skilja lömbin eftir og rekur þau enn þá all-langan veg. Dimmir nú óðum, svo honum þykir vafasamt að hann nái skálanum, ef hamr tefjist við lömbin, og lætur þau því eftir. Eftir litla stund er komin blindhrið og dimt af nótt, þar sem tunglsbirtunnar naut ekki fyrir hríðinni. Gengur maðurinn nú enn æðilengi og þykist nú fullviss um, að hann sé viltur orðinn, þar sem hann er enn ekki kominn að skálanum. Tekur hann nú það ráð, að sýna Pílu vettling sinn, og skipar henni að leita hins. Snuðrar hún fyrst ofur-lítið, en snýr þá þvert úr leið við það,'sem maðurinn hafði áður gengið; fylgir hann nú tíkinni eftir og að iítilli stundu liðinni sýnist honum djarfa fyrir einhverri þústu í myrkrinu og sér, að hann er þá kominn að skálanum. Félagi hans er þar þá, og hafði hann leitað skemmra og náð skál- anum um það bii, er hríðin skall á. Næstu tvær nætur hélzt sama veðrið, en að morgni ins þriðja dags tóku þeir það ráð, að leita bygða, þó dimt væri, enda var nú nesti þeirra á förum. Ganga nú lengi dags, þar til þeir finna að hallar undan fæti, þykjast þeir nú vera komnir á norðurbrún heiðarinnar. Píla hafði runnið á undan þeim aila leið, og nú vóru þeir kornnir á hól einn, sem þeir þóttust þekkja að ætti að vera spölkorn frá afardjúpum árgljúfrum, sem leiðin iá niður með þegar bjart var. Greinir þá nú á um, hver sé in rétta stefna ffá hóinum niður með gljúfrinu. Vildi sögumaður minn láta Pílu ráða ferðinni sem fyr, en félagi hans var því mótfailinn og kvaðst mundu rata. Kvað hann það ina mestu fávizku að treysta vegvísi tíkarinnar, þar sem gljúfrin væru örskamt frá, og ekkert sæist fyrir hríðinni. Verður það úr, að hann ræður ferðinni, enda vill nú Píla ekki fara á undan. Eftir litla stund rofar nú ofurlítið til, sjá þeir þá hvar blámar fyrir gljúfrinu fáa faðma framundan. Snúa þeir þá ið fljótasta af leiðinni og skipa Pílu að fara á undan ; var hún þess allfús og eftir nokkra stund náðu þeir efsta bæ í Vatnsdal. En það sagði eigandi Pílu mór, að hefði ekki rofað til á þessu augnabliki, þá mundu þeir báðir félagar hafa hrapað í gljúfrið og beðið þar skelfilegan dauðdaga. 3. Iíátur. Þegar Friðrik sál. Jónsson útvegsbóndi á Iljalteyri bjó á Ytri Bakka við Eyja- fjörð, átti hann lengi svartan hund, er Kátur nefndist. Var hann mjög vitur og glaðlyndur, og einkar fylgispakur húsbónda sínum og dóttur hans, ungfrú Önnu, er sagt hefir mér þessa sögu. Þegar sagan gerðist, var Anna innan við fermingu og var látin, sem títt er um bændabörn, snúast við gripi, þegar á þurfti að halda. Faðir hennar átti svipu silfurbúna stóra og þunga. Þótti henni svipan ið mesta þing og hafði hana oft, er hún vék gripunum um hagann. Var það leikur hennar að láta Kát bera svipuna; var hann þess allfús, þó honum veitti það erfitt, því sjálfur var Kátur lítill vexti, Einu sinni sem oftar fleygir hún svipunni og skipar Kát að koma

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.