Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 43

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 43
39 Hrossaeigendur ættu almennt að taka upp þá venju, að hýsa lirossin, því þá er brotinn versti þyrnirinn á leið útigangshrossanna, og auk þess er það beinn peningalegur hagnaður, hrossin verða þróttmeiri og hraustari, og svo íá menn á- burðinn, sem næst heyjunum er bezta eign landbóndans. Þá er annað, að brynna útigangshrossum við og við, þegar frost og þur- veður ganga (það kostar vanalega ekki rnikla fyrirhöfn, en bætir kjör hestanna mikið) og gæta þess að svifta þeim aldrei óvægilega í rekstri, svo þau svitni, þegar unt er að komast hjá því. Maðurinn getur fundið það á sjálfum sér, hve afar- ónotalegt það muni vera fyrir lirossin, að standa úti í kulda og stormum, eftir langan hlaupa- og svitasprett, þegar svitinn þornar. Þá er meðferðin á tömdu hrossunum, þegar þau eru í brúkun, oft önnur en hún ætti að vera. Út af þessu dettur mór í hug lítið atvik, er kom fyrir snemma í vetur. Ég var ásamt kunningja mínum staddur úti fyrir dyrum á norðlenzku veit- ingahúsi. Bar þá þar að mann ríðandi og virtist mér lrann vera ölvaður. Ég þekti manninn, hann er reiðmaður góður og hestavinur, en drykkfeldur og alment álitinn mjög auðnulítill. Þegar maðurinn liafði heilsað okkur, segir hann: „Ég ætlaði nú eiginlega að fá mér hálfan bjór. Yiljið þið ekki vera með?“ Yiðafþökk- uðum boðið, en ég spurði manninn, hvað hanu ætlaði að gera við hestinn á meðan hann dveldi þar. „Ég læt hann auðvitað inn og gef honum tuggu“, svaraði mað- urinn, „því að á meðan einn peningur hrekkur, skifti óg með okkur Skjóna; hann á það skilið.“ Þrífur hann nú í vasa sinn, og tekur upp peningabudduna sína, horflr ofan í hana og segir svo: „Já, já, ég á þá ekki nema 35 aura í buddunni og þá verður Skjóni að hafa. Ég hélt ég ætti meira, en nú get ég ekki einu sinni fengið mér eitt brennivínsstaup, auk heldur boðið ykkur neitt, því Skjóni verður, hvað sem öðru líður, að hafa sitt.“ Að svo mæltu fékk hann veitingapiltinum þessa 35 aura og bað um hús og hey handa hestinum. Jafnvel þó ég hafi óbeit á drykkjuskap, þá gat ég ekki stilt mig um, að gefa manninum „hálfan bjór“; mér fanst breytni lians við hestinn svo falleg. Ef- haust mætti margur, sem talinn er meðal inna „betri manna“, bera kinnroða fyrir þessu aumingja ölnbogabarni hamingjunnar, sem þrátt fyrir drykkjuskaparástríðuna gaf sinn síðasta skilding til þess að hestinum hans liði vel. Að eins að sem ílest- um færi eins. » * * * * ¥ * * * Munið eftir að fara vel með liestana; þér eigið þeim svo margt gott að launa, en ekkert ílt að gjalda. Látið þá ekki standa að óþörfu undir böggum sínum. Hnýtið þeim ekki hverjum aftan í annan á ferðalögum, heldur rekið þá. Leggið niður mélabeizlin við áburðarhesta, en takið upp múlbeizli í staðinn; þau eru ódýrari og hestinum

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.