Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 52

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 52
48 Nokkur orð um myndirnar. Myndirnar, sem hér eru að framan,.áttu að fara i Almanak Þjóðvinafélags- ins, en komu þannig prentaðar frá Kaupmannahöfn, að eigi var hægt að nota þær til þess; liafa þær þvi verið settar í Dýravininn til þess að hafa nokkur not af þeim, þó ekki eigi þær vel við efni bókarinnar. Mývatn er í Þingeyjarsýslu; í því eru margir hólmar og eyjar, einkenni- legar að því leyti, að hvilft er ofan í flestar þeiri'a; það eru gamlar eldborgir, Vatnið er víðast hvár mjög grunt, varla yfir 3 ál. á dýpt, en í því er mikil silungs- veiði og andavarp i hólmunum. Myndin „Fei'ðamcnn og' liestar“ er tekin af Hveravöllum, sem eru uppi á öræfum norður og austur af Langajökli. Barnaskólinn í Itcykjavík er reistur árið 1898 og kostaði um 80 þús. krónur. Það er tvílyft timburhús og undir hár kjallari hlaðinn úr grjóti. í skól- anurn eru 12 kenslustofur, bjartar og rúmgóðar, auk bústaðar fyrir skólastjórann. Frá austurhiið skólans er fimleikahús, er sjá má á myndihni „Keykjavík“. í skól- anum vóru skóla-árið 1902 — 1903 um 430 börn til náms. Landsliöfðingjalnisið stendur í línu við iærða skólann og í húsaröð þeirri, sem er að austan við lækinn, er rennur úr tjörninni út í sjó. Húsið er reist úr steini á fyrri hluta 19. aldar; var það í upphafifangahús, en siðan bústaður stiftamt- manns og loks landshöfðingjans. Myndin af Iteykjavík er tekin frá suður- og vestur-enda tjarnarinnar. Miðbærinn stendur á granda milli tjarnarinnar að sunnan og hafnarinnar að norðan. Húsið, sem mest ber á, á myndinni til hægri handar, er barnaskólinn; á miðri myndinni sést turn dómkirkjunnar, en af dómkirkjunni sjálfri sést að eins lítiðeitt, því að iðnaðarmannabúsið (Iðnó) er á milli og blasir suðurhlið þess við á mynd- inni. Fyrir vestan Iðnaðarmannahúsið, til vinstri handar við það á myndinni, sést Goodtemplarahúsið, en þó óglögt, og á bak við það þakið á Alþingishúsinu. Tjörn- in er bæjarbúum til mikils gagns og skemtunar. Á vetrum, þá er hún er ísþakin, er þar hlaupið á skautum og menn þenja þar gæðinga sína; svo er þar og ís tek- inn handa íshúsunum. Á sumrin má hafa á henni báta og skemta sér þarílogn- inu og kvöldkyrðinni og horfa á húsin, sem spegla sig í henni og standa á höfði. Utgefandinn.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.