Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1945, Qupperneq 34

Heimilisblaðið - 01.07.1945, Qupperneq 34
154 er Jón hét; komst liann í kærleika við Er- lend sökum greindar og prúðmennsku. Eitt sinn liélt Erlendur jólaveizlu og spar- aði ekki föng til. Bauð liann þar til vin- um sínum, og var þá Jón einn í hoði hans. Veizlan fór vel fram, og urðu menn hreif- ir. Spyr Erlendur þá Jón að, hvort hann nokkru sinni setið hefði við betri krásir en þar væru þá. „Já“, segir Jón. „Ég hef neytt miklu ljúf- fengari og sætari rétta en hér eru fram bom- ir, og þá þakkaði ég guði inínum matinn með hrærðu hjarta og gleðitárum. En það geri ég ekki núna, og skortir hér þó ekkert til, að vel sé veitt“. Erléndi brá við svarið, því að liann vænti annars, og segir: „Er það satt, Jón?“ ,,Ja, satt er það“, segir Jón. „Nær og hvar var það?“ spurði Erlend- ur aftur. „Það var“, segir Jón, „þegar ég í mann- dauðaharðindunum steikti skinnfatagarmana mína og át þá þurra“. Mælt er, að Erlendur, sem var maður viðkvæmur og hjartagóður, hafi tárazt við þessa frásögn Jóns, og að hún hafi mjög lirært alla borðgestina. ★ í Tungu í Fnjóskadal bjuggu hjón í rnóðu- harðindunum. Þau hétu Dínus Þorláksson og Þórlaug Oddsdóttir. Þegar harðindin kornu, áttu þau þrettán börn, öll ung, og urðu ell- efu af þeim hungurmorða. Fjögur þeirra voru í einu flutt til kirkjxx á fflugastöðum. — Börnin, sem lifðu af, hétu Árni og Björg og urðu gömul. ★ Manndauðaárið eftir móðuharðindin höfðu hreppstjórarnir í Eyjafirði á kirkjufundum beðið bændur að lofa aumingjunum að deyja inni í húsum sínum, þó að þeir gætu ekki nært þá á neinu, því að það væri þó betra en þeir dæju xxt af á víðavangi, eins þar var þá títt orðið, Má af slíku marka, hvílík neyð þá liafi gengið yfir Norðurland. Flúðu þá og margir þaðan til Vestfjarða, en fjöldi dó á leiðinni þótt margir kæmust af. Mælt er, að þá hafi fjöldi hvílíks flökkulýðs komizt til Bolung- HEIMILISBLAÐIÐ arvíkur við ísafjarðardjúp; það er veiðistöð Isfirðinga. Vel fiskaðist um vorið, og spöruðu ísfirð- ingar ekki sjófang sitt við aumingja þessa, fengu sér stóra potta og suðu daglega í þeitn af afla sínum, en ösin varð svo mikil, að for- menn urðu sjálfir að skammta jafnt soðið sem soðninguna. Fór svo frarn litla stund, að þetta sýndist vel horfa, en fólkið veikt- ist af fæðu þessari og dó hrönnum, og mest það, sem áður var langdregnast orðið. Svo að endirinn varð, að ekki lifðu nenxa fálf eftir af mörgum, er að komu. Af innlendw fólki við Isafjarðardjúp dó enginn af harð- rétti. ---★—— Björn sýslumci&ur á Bustarfelli• Jökuldælir höfðu áður þann sið, er þeir komu úr kaupstað af Vopnafirði, að *Ja skammt frá Bustarfelli, meðan þeir snæddu nesti sitt og hvíldu sig og hestana. Það var venja Björns sýslumanns oð láta taka hesta þeirra á meðan og flytja á þeim hey og torf, og þorðu menn eigi að finna að því. Þá bjó Jón Gunnlaugsson á Vaðbrekkn a Jökuldal. Hann var karlmenni mikið. Eitt sinn áði hann hjá Bustarfelli, tók upp 11131 sinn og fór að snæða. Þegar í stað kemor drengur heiman frá bænum og fer að beizd3 hestana. „Hvað ætlar -þú með hestana“, segir J°11- „Sýslumaður sendi mig eftir þeim“, «egir drengur. „Segðu honum, að það séu hestarnir m111' ir“, segir Jóij. Drengur fór heim með þessi erindisloK- Að lítilli stundu liðinni sér Jón, að sýsJ11' maður kemur. Hann var þungbrýnn, og sp?r Jón, því að liann vilji eigi lofa að taka hest ana, og livort hann haldi, að honum doP* fremur en öðrum að mælást undan þvn 3 liestar lians séu brúkaðir dálítið, jneðan haö11 standi við. Jón svarar engu, en stendur upp og le ur nýja vettlinga, er hann hafði lagt hja sér, leggur þá saman og sixýr þá sundur einum snúning milli handa sér, og sý1111 sýslumanni stúfana. Sýslumaður þagði gekk lieim aftur, og átti livorki við Jón lie hesta hans framar. (Munnmælasaga að austan)-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.