Heimilisblaðið - 01.07.1945, Síða 38
Nýjar bækur, ódýrar
Síðustu dagana hafa eftirtaldar bækur komið í bókaverzlanir:
1. ÍSLLAND í MYNDIJM, endurprentun síðustu útgáfu. Það er öllum kunnugt, og ekki
sízt íslenzkuin kaúpsýslumönnum, að þessi bók hefur á undanförnum árum verið bezti
landkynnirinn, sem ísland hefur haft á að skipa, og liefur gert Islendingum ómetan-
legt gagn. Upplag bókarinnar er, vegna pappírseklu, mjög lílið að þessu sinni.
2. LÍFSGLEÐI NJÓTTU. Eftir Sigrid Boo. Bækur Sigríðar Boo (svo sem „Við, sem vinn-
um eldhússtörfin“, „Allir liugsa um sig“ o. fl.), eru orðnar svo kunnar hér á landi, að
ekki þarf að mæla sérstaklega með þessum höfundi. En hitt er flestra dómur, að bókin
„Lífsgleði njóttu“ sé ein af beztu bókum liennar, og þýðing Axels Guðmundssonar er
afburða góð.
3. KÍMNISÖGUR. Þorlákur Einarsson frá Borg á Mýrum safnaði og tók saman. Þorlákur
og faðir lians, séra Einar á Borg, voru áður þjóðkunnir fyrir skemmtilega frásögn og
ótæmandi birgðir skemmtilegra sagna. Hér kemur i dagsljósið fyrsta hefti Kímnisagna,
sem mun verða lesið með óblandinni ánægju um land allt.
4. KENNSLUBÓK í SÆNSKU, önnur útgáfa kennslubókar þeirra Péturs G. Guðmunds-
Bonar og Gunnars Leijström. En þessa útgáfu bjó Jón Magnússon fil. cand. undir
prentun.
5. HJARTARFÓTUR. Indíánasaga eftir Edward S. Ellis, en hann og Cooper eru taldir
slyngustu höfundar Indíánasagna nú á tímum.
6. MEÐAL INDÍÁNA. Spennandi saga eflir Falk Ytter. Sá, sem byrjar að lesa þessar
bækur, leggur þær ógjarna frá sér, fyrr en hann hefur lokið bókinni.
7. DRAGONWYCK, eftir Anya Scton. Þessi saga og
8. í LEIT AÐ LÍFSIIAMINGJU, eftir W. Sommerseth Haugham, birtust neðanmáls í Morg-
unblaðinu, en mikill fjöldi kaupenda blaðsins óskaði þess, að þær væru sérprentaðar,
enda hvorttveggja ágætar bækur.
9. GRÆNMETI OG BER, fjótða útgáfa, eftir Ilelgu Sigurðardóttur, forstöðukonu Htis-
inæðrakennaraskóla íslands, er nú komin í bókaverzlanir. Bókin hefur verið uppseld
um tíma, en liana þarf hver húsmóðir að eiga.
10. LÍSA 1 UNDRALANDI. Eftir Lcwis Carrol. Prentuð með stóru og fallegu letri og
prýdd fjölda mynda. Bókin er prentuð 1937, en dálítið af upplaginu var geymt óbund-
ið, og því er bókin nú svo ódýr, að þótt hún sé 200 blaðsíður, prentuð ó fallegan pappír
og í laglegu bandi, kostar hún aðeins 10 krónur. Lísa í undralandi er barnabók, sem
prentuð hefur verið oftar og ef til vill fleiri eintök en af nokkurri annari barnabók
í enskumælandi löndum.
Fást hjá bóksölum um allt latid.
Bókaverzlun Isafoldarpentsmiðju.