Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 8
an, hvort þið, sem heiðarlegar manneskjur, viljið kjósa þessa skepnu! Þennan mann, sem hefur hlotið viðurnefni sín vegna fjölda viðbjóðslegra glæpa og þorir ekki að segja eitt einasta orð til að reyna að hrekja neitt af því, sem hann hefur verið ásakaður um!“ Þá settist ég við skrifborðið, til þess að hrinda öllum þess- um áburði af mér. Því varð ekki lokið þann dag. En daginn eftir kom út fjöldi blaða með nýjum ásökunum á mig. Ég var ásakaður um það í fullri alvöru, að hafa kveikt í geðveikrahæli, vegna þess, að það hefði verið í vegi fyrir útsýninni úr herbergisgluggum mínum! Og síðan kom ásök- unin um, að ég hefði byrlað frænda mínum eitur til þess að ná í peningana hans. Grein- inni Iauk með háværri kröfu um, að gröfin yrði opnuð. Síð- asta ásökunin í þessu blaði var sú, að ég hefði notað tannlaus gamalmenni til að tyggja mat fyrir ungbörn á barnaheimili, sem ég hefði stjórnað! Ég var alveg að missa vitið. Hámarkinu var þó náð, er ég steig upp á ræðupallinn. Allt í einu komu skríðandi til mín níu grútskítugir krakkaangar, hver með sínum hörundslit. Þeir rifu í mig, hver um annan þveran, og hrópuðu allir í einu: ,,Pabbi!“ Ég gugnaði! Ég lét merkið falla og gafst upp. Ég fann, að ég hafði ekki til brunns að bera þá hæfileika, sem á þurfti að halda, til að heyja kosn- ingabaráttu um fylkisstjóra- embættið í New York-fylki. Ég skrifaði því kjósendum mínum bréf og undirskrifaði það, gagntekinn beiskju: Yðar einlægur Mark Twain, sem einu sinni var heiðarlegur maður. Sorgin getur gagntekið huga manns með öllu, en ef menn vilja njóta gleðinnar til fulls, verða þeir að veita öðrum hlutdeild í henni. Mark Twain. SKÁLHOLTSHÁTÉÐIN 19. JÚLl 19$ TTinn 19. júlí var mikið fjöi- menni samankomið í Skál- holti. Hefur aldrei verið fjöl- mennara á Skálholtsstað áður, enda var nú veður svo ákjós- anlegt sem framast mátti verða, stillilogn og sá til sólar við og við. Laust fyrir kl 1 byrjaði lúðrasveit að leika log í kirkju- garðinum, og kl. 1 gengu prest- ar í kirkju, fylktu liði, og gengu síðastir dr. theol. Friðrik Frið- riksson og vígslubiskup, Bjarni Jónsson, skrýddur biskups- skrúða, og þjónaði hann fyrir altari. Kirkjukór Eyrarbakkakirkju annaðist sönginn, sem var hinn prýðilegasti, og séra Frið- rik Friðriksson prédikaði. Ég held, að hin þróttmikla ræða hans hafi hrifið alla, er á hlýddu og var ekki að heyra, að hér væri hálfníræður maður að prédika. Gott er það, að mega njóta séra Friðriks svona lengi. Gjallarhornum var komið fyrir, svo allir gátu fylgzt með í guðsþjónustunni, því kirkjan er svo lítil, að lítið brot af þeim mannfjölda, sem þarna var samankominn, gat komizt inn í hana. Síðari hluti hátíðahaldanna fór fram í túnbrekkunni. Þar flutti dr. Björn Sigfússon ræðu, alllanga. Björn Sigur- bjarnarson, bankagjaldkeri frá Selfossi og Guðjón Rögnvalds- son, kennari, töluðu á eftir honum og voru ræður þeirra skörulega fluttar, var auð- fundið, að þar fylgdi hugur máli. Voru það hvatningarorð til landsmanna að bregða nú við og leggja hér góðu máli lið, að biskupsstóll verði end- urreistur í Skálholti á 900 ára afmæli Skálholtsstaðar, 1956. Þá las Bryndís Jónsdóttir inngangsljóð ljóðaflokksins „Vor að Skálholtsstað“, sem hún orti og gaf út undir nsj inu Bára Bjargs og gaf ann af sölu bókarinnar til vl' reisnar staðnum. Afhenti F kr. 5000,00 af söluhagna^ um við þetta tækifæri. j'. Björn Þórðarson hafði ^ \ prenta rit, „Jóra biskupsá0 , ir“, og skyldi ágóðinn af V renna til endurreisnar S* , holtsstaðar. Er rit þetta *r dögum Klængs biskups P steinssonar. 5 Veitingar voru á staðn og voru þær hinar prýðl‘ír ustu. Byrjað er á að hlaða kirkjugarðinn, og var þess fiil' aur þörf. Fyrir því verki sten Brynjúlfur Melsteð á St0l‘ Hofii , oír Nú eru ekki nema rú® ý ,<} þangað til merkisárið nn1 ^ rennur upp, því sumarið ,]. var biskupsstóll reistur í p* p holti. Þá gaf Gissur bis * , Kirkju Krists SkálholtsS‘ með þeim ummælum, að skyldi biskupsstóll standa ^ biskup sitja meðan krist® v‘ . á Islandi. Þessi fyrirmæb 0 cöfuga manns voru að e . höfð á mesta niðurlaegi£|<|. tímabili þjóðarinnar, og ^ ^ holt féll í gleymskunnar *. En nú skal bætt fyrir mis£e 0g ir feðranna og sinnuleysl> endurreisnartímabil Skálh0 staðar hafið. Og þó að tín®1^ sé naumur, þá má mikið í .j. ef sameinaðir kraftar rj stjórnar, Alþingis og Þj.pé innar vinna að þessu ®áh’ má lyfta grettistaki. ,f J. $ W bl aut LEIÐRÉTTING í söguna ,,Una“ í síðasta - hafa slæðzt tvær prentvill®'. 9 89, 1. dálki í 19. 1. a. o. fyrir sérfræðing, á að vera: s»* p, ing. Á 3. d. sömu bls. í 19- „gt' stendur: gleðjast yfir fegurð ^ urinnar, en á að vera: gleðjn5 fegurð náttúrunnar. lap,p [116] HEIMILISB

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.