Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 16
Desirée og Frönsk ástabré Napoleon Aunga aldri skrifaði Napoleon í dagbók sína: „Ef ég á að bera saman Spörtu og Róm við okkar tíma, hlýt ég að segja: Hjá okkur ræður ástin — hjá þeim réði ættjarðarástin. Ef dæma á um ahrif þessara tilfinn- inga, hlýtur maður að viðurkenna, að þau eru ólík“. Maðurinn talar, ástin ræður. Þeg- ar hann hitti Josephine, gleymdi hann öllum spartverskum hugmynd- um. Brennandi ástríður hans og þörfin fyrir að láta hana dást að sér, hvatti hann ekki síður til dáða en metnaðargirni hans. En þrátt fyrir skjótan frama í hernum og liðsforingjanafnbót, var hann ekki orðinn frægur, þegar hann í árs- byrjun 1795 heimsótti bróður sinn, Jósep, og konu hans á heimili þeirra í Marseille, Hinn tuttugu og sex ára gamli liðsforingi var hrifnæm- ur. Hann vildi gjarnan giftast, en ríkt kvonfang var honum nauðsyn- legt. Þegar hann hitti sautján ára systur mágkonu sinnar, Desirée, breyttist Spartverjinn í ástsjúkan elskhuga. Og Desirée varð yfir sig ástfang- in af hinum unga Korsikumanni. Anne Marie Selinko hefur með sögu sinni um Desirée gert hana að þekktri persónu á þessum tím- um stórmennanna. Faðir hennar, stórkaupmaður í Marseille, hafði dáið ári áður. Svo er sagt ef til vill um það leyti, þegar yngri dóttir hans giftist hin- um bróðurnum frá Korsiku — að hann hafi átt að láta hafa eftir sér, að það væri meira en nóg að fá einn Bonaparte í fjölskylduna. En Desirée gleymdi öllu öðru en ást sinni til hins granna, fátæka liðsforingja með augun, sem skutu gneistum. Og til þess að sanna fyr- ir honum, hvaða tilfinningar hún bæri til hans, bað hún hann að kalla sig Eugénie. Það var í tízku hjá ungum stúlkum þá að láta elsk- huga sinn kalla sig öðru nafni en þær hétu. Það kemur fram í bréfum henn- ar, að ást hennar var einlæg og sönn. Hún skrifar meðal annars: ,,Ó, vinur minn, farðu varlega, svo að Eugénie þína saki ekki, því að hún getur ekki lifað án þín. Guð gefi, að þú verðir eins trúr þeim eiðum, sem þú hefur svarið mér, og ég mun halda loforð mín við þig“. Þegar Napoleon kom til Parisar frá Marseille, gleymdi hann brátt ást sinni til Eugénie. Hann gleymdi henni í glaumi stórborgarinnar. í París hitti hann meðal annarra Josephine de Beauharnais. Hún var fjórum árum eldri en hann, ekkja og tveggja barna móðir. Napoleon, sem var ungur og að mörgu leyti barnalegur, var hrifinn af hinum fína titli hennar. Eiginmaður henn- ar hafði verið markgreifi. Hann varð líka hrifinn af kunningjum hennar, og fékkst ekki um það, þótt hinir háttsettu embættismenn tækju konur sínar aldrei með, þegar þeir heimsóttu hana. Að lokum breytt- ust þessar barnalegu tilfinningar í ást. Honum stóð á sama um allt annað, og hann varð hamingjusam- ur, þegar hún samþykkti að gift- ast honum. , Ótryggð hans urðu Eugénie mikil vonbrigði. Og það jók á sársauka hennar, að hann sagði henni ert sjálfur. Þegar hún heyrði ulí hjónaband hans, skrifaði hún: ,,Þú hefur gert mig óhaminíjU sama það sem eftir er ævinnar. samt þykir mér svo vænt u« K' að ég fyrirgef þér allt. Þú ert kvssf1 ur! Vesalings Eugénie má ekki leníj ur elska þig, ekki lengur hugsa til þín. Það er mín eina huggun, tf þú getur verið viss um tryggð mí119. Nú óska ég einskis annars en deyja. Þar sem ég má ekki tilheyra Þe, verður lífið mér þrautabyrði- ^ kvæntur! Ég get ekki vanizt hugsUn inni. Þetta kemur mér í gröi'u?' Ég lifi það ekki af. En ég skal þér, að ég held loforð min, og þú hafir slitið þau bönd, sem bun okkur, mun ég aldrei tilheyra nef, um öðrum. Ég mun aldrei gifta 111 Ég óska þér hamingju og í hjónabandinu. Ég óska og v°n9 að hún, sem þú hefur valið, . þig eins hamingjusaman og ég ne gert, og eins og þú átt skilið- . En gleymdu ekki í hamingju Þin . vesalings Eugénie þinni. Kenn<^u brjósti um örlög hennar“. Desirée Eugénie lét þó brátt hu£ ast og giftist Bernadotte hershú íð' ingja, sem Napoleon hafði 8 ,ldre’ getað umborið. Fullyrt er, að bu hafi átt að segja: ,,Ég giftist Bernadotte, þegar komst að því, að hann hafði ,i hUÍ' rekki til þess að bjóða NaP01 leðn byrginn". ' Þegar Napoleon kom aftur til Frakklands úr herferð til EgyP itu' lands, heimsótti Desirée hann . bað hann um að vera guðföður upP nýfædda sonar síns. Napoleon gerði það og stakk á því, að drengurinn skyldi h Oscar. \>V Rúmum tíu árum seinna Napoleon hafði komið Evrópu 1 ^ og brand, var Bernadotte vU * j til konungs í Svíþjóð. Hann n,^e nafnið Karl XIV. Johan, og EeSl in i Eugénie varð Desideria, ar^1" , Svíþjóðar. Sonur þeirra, sem eon hafði verið guðfaðir að konungstignina sem Óskar fýrstl drottu' NaPn et$ HEIMILISBLAÍ) \9 [124]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.