Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 19
SONUR EKKJUNNAR ^vintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen og J. Moe U1,a sinni var fátæk ekkja, s®m átti son, einan barna. Jjail ^rælaði fyrir drengnum, 111 hann var kominn veriAVeJ a legg, að hann hafði vJa , 'ermdur. Þá sagði hún len ann> að nú gæti hún ekki yrg.r unnið fyrir honum; nú og. 1 ,ann að fara að heiman QVlnna fyrir sér sjálfur. heiJf- SV° lor ^rengurinn út í ráfagllln’ og Þegar hann hafði nni k-iUrn 1 einn dag eða þar ^ann' mættl hann ókunnum þér *^Vert hefur þú hugsað fara? spurði maðurinn. að í heiminn og reyna Urinn vinnui sagði dreng- Y.iltu vinna hjá mér? Öðru a’ e^i síður hjá þé r en ____T’.svaraði drengurinn. sagðí 61" slial vel kja mér, að v ma®Urinn. Þú átt bara °g i?ra mér til skemmtunar, anUað narlt elíltl Sera neitt Síð hja ran iiéntist drengurinn að bo°Uum’ og hann fékk nóg varla r a °g drekka og þurfti eu ba a° gera nokkurn hlut, eskjy J1. ,sa aldrei neina mann- Da la manninum. ltln víA v°kl<urn sagði maður- hann: — Nú fer ég að ,n,!Usblaðið heiman í átta daga, og þann tíma máttu nota eins og þig ' lystir, en þú mátt ekki fara inn í neitt af herbergjunum hérna. Ef þú gerir það, drep ég þig, þegar ég kem aftur. Já, drengurinn hélt, að hann gæti nú stillt sig um það. En þegar maðurinn hafði verið í burtu þrjá eða fjóra daga, gat drengurinn ekki stillt sig lengur, en hann fór samt aðeins inn í eitt herbergið. Hann litaðist um, en sá ekki neitt, nema hillu uppi yfir dyrunum, og á henni lá þyrni- viðarsvipa. Þetta voru þá öll ósköpin, sem mér var bannað að sjá, hugsaði drengurinn. Þegar dagarnir átta voru liðnir, kom maðurinn heim aftur. — Þú hefur væntanlega ekki farið inn í neitt af herbergj- unum? spurði hann. — Nei, það hef ég ekki gert, sagði drengurinn. — Já, ég get nú fljótlega gengið úr skugga um það, sagði maðurinn og gekk inn í her- bergið, sem drengurinn hafði farið inn í. Jú, þú hefur að minnsta kosti farið hingað inn, sagði hann, og nú skal ég drepa þig. Drengurinn grét og bað hann að þyrma sér, og hon- um var að vísu hlíft við lífláti, en hann fékk ósvikna hýðingu. Þegar henni var lokið, urðu þeir jafn góðir vinir og áður fyrr. Nokkru síðar fór maðurinn aftur að heiman, og nú ætlaði hann að vera að heiman í hálf- an mánuð, en áður en hann fór, sagði hann við drenginn, að hann skyldi ekki stíga fæti sínum inn í neitt af þeim her- bergjum, sem hann hafði enn ekki komið inn í, en hann mátti,. éf hann vildi, fara inn í herbergið, sem hann hafði þegar séð. Og nú fór alveg eins og í fyrra skiptið, að und- anteknu því, að nú stóðst drengurinn freistinguna í átta daga. 1 því herbergi, sem hann fór nú inn í, - sá hann heldur ekkert annað en hillu uppi yfir dyrunum/og stóð á henni grár steinn og vatnskrús. Það var þó eitthvað til að vera hrædd- ur um, hugsaði drengurinn aftur. Þegar maðurinn kom heim, spurði hann, hvort hann hefði farið inn í nokkurt af herbergj- unum. Nei, hverjum skyldi nú detta það í hug; það hafði hann ekki gert. — Já, það sé ég nú fljót- lega, sagði maðurinn, og þeg- ar hann sá, að hann hafði nú samt komið þangað inn, sagði hann: — Já, nú hlífi ég þér ekki lengur, nú drep ég þig. En drengurinn fór að gráta og bað hann að þyrma sér, og svo var honum einnig í það skipti sleppt með hýðingu, en hún var svo svikalaust úti lát- in, að hann gleymdi henni ekki strax aftur. En þegar hann var orðinn hress aftur, fékk hann iafn gott atlæti og áður, og þeir urðu jafn góðir vinir og áður fyrr. Nokkru síðar ætlaði maður- inn enn í ferðalag, en nú ætl- aði hann að -vera í þrjár vik- ur að heiman. og nú sagði hann drengnum, að ef hann færi inn í þriðia herbergið, væri óhugsandi, að hann ætti lengra [127]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.