Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 22
Margrét Sigfúsdóttir
kennslukona á Hrafnkelsstöðum
í Fljótsdal varð 80 ára 27. júlí. Hún
hefur haft útsölu Heimilisblaðsins
á hendi síðan það hóf göngu sína
1912, eða í 42 ár. Það má því ekki
minna vera en að Heimilisblaðið
geti þessa merka afmælis og árni
henni allra heilla.
Margrét er fædd á Skjögrastöð-
um og ólst þar upp í foreldrahús-
um. Foreldrar hennar voru Sigfús
(Sigþór) Sigfússon og Guðfinna,
systir Sæbjarnar bónda á Hrafn-
kelsstöðum, föður Magnúsar Sæ-
björnssonar læknis. Margrét dvaldi
í Fljótsdal fram yfir tvítugsaldur.
Fluttist þá til Fáskrúðsfjarðar með
manni sínum, Þórólfi Sigvaldasyni,
og dvaldi þar í 20 ár, þar missti
hún mann sinn og eldri son, Sæ-
björn, en fluttist síðan upp á Hérað
með yngri son sinn, Jónas. Hann
missti hún uppkominn, dó hann á
Vífilstaðahæli.
Hún hefur um mörg ár verið við
barnakennslu í Fljótsdal, og farið
það starf vel úr hendi.
Margrét er vel hagmælt, svo var
einnig faðir hennar og afi.
Ég þakka Margréti tryggð hennar
og vináttu við Heimilisblaðið, og
þakka henni einnig mörgu, góðu
bréfin,- sem ég hef fengið frá henni
á þessum rúmum 40 árum, sem við
höfum skipzt á bréfum.
Guð gefi þér fagurt og friðsælt
ævikvöld, góða vinkona.
Jón Helgason.
SKÁKÞÁTTUR
Eftirfarandi skák var tefld á al-
þjóðlegri keppni í Prag í október
1946. Skákmennirnir, sem hér eig-
ast við, eru báðir í hópi þekktustu
skákmeistara Tékka.
Sikileyjarleikur.
Hvítt: Pachmann Svart: Foltys
1. e2—e4 c7—c5
2. Rgl—f3 e7—e6
3. d2—d4 c5 x d4
4. Rf3 x d4 Rg8—f6
5. Rbl—c3 d7—d6
Þetta er Scheveningen-afbrigðið,
sem á síðari árum hefur átt vax-
andi vinsældum að fagna, — einkum
í Ráðstjórnarrikjunum. Staða svarts
er betri en hún virðist, og skyndi-
árás á hvítan er alls engin fjar-
stæða. En einkennilega sjaldgæft
er 5. — RbS—c6, sem er ein ein-
faldasta leið svarts til að ná jafnri
stöðu og veitir hvítum fáa árásar-
möguleika.
6. Bfl—e2 a7—a6
7. 0—0 Dd8—c7
8. f2—f4 b7—b5
9. Be2—f3 Bc8—b7
10. Ddl—el Rb8—d7
11. Kgl—hl b5—b4
Erfið staða fyrir svartan. Peðið
rekur burtu riddarann, en hann
þurfti að fara hvort eð var og peðið
er illa staðsett á b4. En samt kem -
ég ekki auga á annan leik betri.
12. Rc3—dl Rd7—c5
Heldur betra er 12. — d5, 13.
e5, Rg8. Þannig er staða svarts að
vísu ótraust, en ekki töpuð. Núver-
andi staða svarts er sýnilega mjög
óþægileg.
13. Rdl—f2 d6—d5
14. e4—e5 15. Rf2—d3 Rf6—e4
Ekki 15. Dxp vegna 15. —, Rx R + , 16. HxR, Re4, 17. Da4 + , Be6!
18. RxB, R x H + , 19. Kgl, Bc5,
20. Rd4 + , Dd7 og skiptamun yfir. svartur hefur
15. Rc5 x d3
Svartur á ekki betri kosta völ.
16. c2 x d3 17. Bf3—e2 Re4—c5
Ef 17. f5? svarar svartur 17. —
Rxd3, 18. De2, Rxe5, 19. fxe, f6!
17. a6—a5
18. Del—g3 g7—g6
19. Bcl—e3 Dc7—d7
Til að forðast leppun við Hcl.
20. Dg3—f2 Bb7—a6
21. Hfl—dl Rc5—a4
abcdefgh
Staða eftir 14. leik svarts.
Nú verður riddarinn óvirkur, e°
svartur á ekki góðra kosta v°'
Staðan er töpuð.
22. Hdl—d2 Ha8—c8
23. Rd4—b3
Hvítur nær tangarhaldi á re'tI’,
um c5 og gerir svörtu mennina
a-línunni óvirka.
23. Dd7—d8
24. g2—g4 Bf8—e7
25. f4—f5 Be7—h4
26. Df2—f4 g6xf5?
Nauðsynlegt var 26. — g5,
það fresti aðeins endalokunuW'
27. g4 x f5
Ef 27. g4—g5, fellur svarti bi®
upinn. Báðir aðiljar hafa að líkin
um verið í tímahraki.
27. d5—d4
Eina ráðið til að fá mótspih
28. Rb3xd4 Ba6—b7 +
29. Be2—f3 Bb7xf3 +
30. Rd4 x f3 Dd8—d5
31. Hd2—g2
Ekki 31. f6 vegna 31. — Bg5. e^
nú hótar hvítur að leika f6 nseS
31. Bh4—e?
32. Hal—fl Dd5xd3?
Betra var 32. — Rc5, þó að sV&t{j
ur hafi þá peði minna og 'a'í!>tu
stöðu. Nú er dauðinn á nS’S
grösum. 33. Rf3—d4 Dd3—a6
34. f5 x e6 f7Xe6
35. Df4—f7 + Ke8—d7
36. Hfl—dl Hc8—
37. Hg2—c2 Ra4—c3
i. ngz—cz rtau—„ y.
Nú fór svartur yfir tímatakmór
in og gaf samtímis.
Skák þessi birtist í desemberh®
CHESS 1946, ásamt skýringuffl e
C. H. O. D. Alexander. Eru P
lauslega þýddar hér að frarnan-
J.
HEIMILISBLAP15
[130]