Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1953, Blaðsíða 30
stúlkan sneri sér við og hljóp burt frá kofanum og í áttina til búgarðs- ins. Destry gekk inn í kofann. Hann hélt drengnum með öðrum hand- leggnum á meðan hann leitaði að eldspýtu og bjó sig til að kveikja á henni. En í sama bili kom eitthvað ótrú- lega létt við andlit hans, rétt eins og það væri kóngulóarvefur, eitt- hvað, sem datt á gólfið. Hann horfði forviða inn í myrkrið, og aftur fann hann eitthvað, sem kom við hör- und hans. -rr Þú ert sterk; sagði dreng- urinn. Þú ert rétt eins og Destry. Segðu dómaranum þetta. Ég sver, að ég segi sannleikann. Þeir, sem eiga að deyja, skrökva ekki, sagði pabbi alltaf í gamla daga. Ég á að deyja, og ég segi satt. Ég sá það. Ég sá hann drepa Clifton — ekki Destry — hann er ekki morðingi — — Það er ekki Charlie, sem held- ur á þér núna, drengur minn. Það er Destry. Ég . . . Hann fann grannan likama drengsins verða stinnan. — Hæ! Ert það þú, Harry! — Já, það er ég, vinur minn! Þú átt ekki að deyja. Charlie mun hjúkra þér. — Ó, það skiptir engu máli, sagði Willie. Ég er bara svo syfjaður núna. Settu mig niður, Destry. Ég held ég geti staðið. Ég er bara dá- lítið syfjaður . . . Destry kveikti á eldspýtu og horfði niður á andlit drengsins, sem var náfölt. Augun voru stór og star- andi, og stórir, svartir baugar í kringum þau, og varirnar voru grá- fölar. Destry varð svo skelfdur við þessa sjón, að hann leit snöggt upp, en þá sá hann við bjarmann frá eld- spýtunni hálmstrá detta ofan úr loftinu. En strá falla ekki gegnum rifur á gömlu lofti, án þess að komið sé við þau. Ef til vill var það vindur- inn. En var ekki komið logn aftur? Hvað var þarna uppi á loftinu fyrir ofan þá? Hann henti eldspýtunni á gólfið og stökk til hliðar. í sama bili kvað við hvellur frá haglabyssu Cleeves, og eldglampi lýsti upp allan kof- t ann. Andlit skyttunnar sást einnig greinilega. Um leið og Destry stökk til hlið- ar, hafði hann gripið til marghleypu sinnar. Nú skaut hann þangað, sem maðurinn lá í leyni uppi á loftinu. Svo stóð hann kyrr. Það var liðið yfir drenginn. Fæt- ur hans og höfuð héngu máttlaus niður. Destry þrýsti litla drengnum upp að sér. Hann fann greinilega hægan, óreglulegan æðaslátt hans. Vegna viðbragðsflýtis síns hafði honum tekizt að forðast kúlurnar úr haglabyssunni. Ef hann hefði verið fimm fetum innar, mundi Cleeves hafa hitt hann. Hvað hafði skyttan fyrir stafni núna ? Destry hóf marghleypuna á loft, viðbúinn að skjóta aftur, en hann óttaðist, að glampinn frá stál- inu gerði hann að skotmarki á ný. Og hann þorði heldur ekki að fara að dyrunum, af ótta við skímuna úti. Þess vegna fór hann upp að veggnum og beið þar. Hann hag- ræddi höfði Willies og lét það hvíla upp við öxl sér. Nú heyrði hann — fyrst ógreini- lega — hljóð, er gat komið frá manni, sem væri að skríða eftir gólfi eða klifra stiga, þrep fyrir þrep. Það undarlega við þetta hljóð var, að það var mjög reglulegt, og þó virtist það koma frá ólíklegustu stöðum í kofanum, stundum frá glugganum, stundum frá dyrunum eða jafnvel gólfinu, sem hann stóð á. Destry hafði sterkar taugar, en þó var ekki laust við, að hann fyndi til svolitils skjálfta. Hann gat ekki staðið kyrr. Hann varð að gera eitthvað fyrir dreng- inn, sem lá lífvana í örmum hans. Ef til vill var hann dáinn, því Des- try fann ekki lengur fyrir æða- slætti hans. Destry fór því að þoka sér nær dyrunum. En í sama bili lak volg- ur dropi á hönd þá, sem hélt á marghleypunni. Hann stanzaði, og það fór hrollur um hann. Hann setti hönd sína undir þennan sama stað, og aftur lak dropi á hana. Þá var hann ekki í vafa lengur! Skot hans hafði hitt markið. Hank Cleeves lá dauður uppi á loftinu. Þetta var ástæðan fyrir því, að maðurinn hafði ekki skotið [138] aftur. Og það var blóðið úr hon- um, sem lak um rifur á ioftinu orsakaði hið reglubundna hljóA er hafði skelft Destry. Destry hristi höfuðið, til þess ^ reka þessar hugsanir úr huga ser' í sama bili heyrði hann lágróiu11 rödd fyrir utan dyrnar, sem kallu®1' — Hank! Hank! Það varð þögn, og svo endurtók röddin: — Hank, náðirðu honum ? Og Destry brosti í myrkrinu °$ fann heitt blóðið renna um seðsr sínar. Það voru fleiri en Hank, sel11 höfðu lagt þessa gildru, og t mundu líka fleiri en hann fá gjalda þess! Niðurl. nsest' Ótrygg kona. heimilisblap,1)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.