Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 8
DOROTHY CANFIELD FISHER: NÝTT VIÐHORF Aðalpersónan í þessari frásögn, Booker T. Washington, hóf lífsbaráttuna sem negra- þræll, en varð einn af vitrustu sálfræðing- um Ameríku. Þessa frásögn af því, hvernig hvít kona lauk upp fyrir honum dyrunum að algjörlega nýjum heimi — heimi hinna menntuðu manna — hef ég af hans eigin vörum. ★ Mér hefur aldrei orðið það fullkomlega ljóst, hve gamall ég var orðinn, þegar ég mætti fyrst frú Ruffner. En eftir því sem ég veit bezt fæddist ég í kringum 1858 sem þræll á plantekru í Virginia. Æskuheimili mitt var bjálkakofi með moldargólfi, sem var fjórum sinnum fimm metrar. Við sváf- um á fáeinum fitugum tepparifrildum. Ég átti aðeins eina flík —1 skyrtu, sem var ofin úr afgangshör — og í henni gekk ég, þangað til ég var orðinn næstum fullvaxinn. Við þrælarnir lifðum á maísbrauði og svínakjöti, því að það gátum við útvegað okkur á plantekrunum, án þess að leggja út fyrir því í reiðufé. Ég þekkti ekki annað en þrælakofana á plantekrunni, þar sem ég fæddist, nema hvað ég hafði einstaka sinn- um séð glytta í „stóru húsin“, þar sem hvítu eigendurnir bjuggu. Ég minnist þess ekki, að við höfum nokkru sinni setzt við borð til að njóta sameiginlegrar máltíðar, eins og tíðkast hjá fjölskyldum — hvorki sem barn né unglingur. Við átum eins og skepnurnar, hvenær og hvar sem við fundum eitthvað ætilegt. Eftir amerísku borgarastyrjöldina vorum við ekki lengur þrælar. Fjölskylda mín flutt- ist til lítils þorps í námunda við saltnámu, þar sem ég fékk vinnu, enda þótt ég væri ennþá barn — oft á tíðum hófst vinnudagur minn klukkan fjögur á morgnana. Þetta nýja heimili okkar var enn verra en hið fyrra, því að kofinn, sem var mjög fátæklegur °S kominn að falli, lá í þéttbyggðu fátsek13 hverfi, daunillt hreiður bæði í bókstafleg011 og andlegum skilningi. Þegar ég var oi'ðm11 eldri og sterkari var ég fluttur úr saltne111 unni í kolanámu. Lewis Ruffner liðsfod1^1 var eigandi að þessum báðum námuffl. Um þetta leyti hafði ég lært bókstaflUa og gat lesið nokkurn veginn lýtalaust. Pe hafði ég að mestu leyti lært af sjálfsdáðmn Við og við var mér þó leiðbeint í kv° , . skóla fyrir negra. Dag nokkurn heyrð1 nokkuð, sem varpaði birtu inn í hugarhel1^ kol»' ði t minn sem fjarlægur glampi í svartn námunni. I fyrsta lagi komst ég á sno1 um, að til var skóli fyrir negra — Hampt°n^ háskólinn hét hann — þar sem hægt var j læra annað og meira en aðeins að lesa' öðru lagi heyrði ég, að eiginkona Ruf111 liðsforingja væri frá Norðurríkjunumi þar var andúðin á negrunum ekki eins gróin. Áður en hún gekk í hjónaband, na hún kennt í einum af fyrstu negraskóh111 um í Suðurríkjunum, og hún lét sér 1111 annt um að reyna að veita þeim negrtllT1' sem unnu hjá henni, betri menntun. Það var líka sagt, að hún væri hrana og að enginn gæti gert henni til hsef13- . Dökku drengjunum, sem þjónuðu nen stóð svo mikill stuggur af henni, að f lögðu sig alla fram við að þóknast henn1 enginn þeirra var lengi í vistinni. LaU ^ voru fimm dollarar á mánuði auk fæðlS húsnæðis. Svo var sá möguleiki, að hún v láta mig læra eitthvað. Ég herti upp huga og ákvað að freista gæfunnar. r Þó ég væri stór og stæðilegur kolana1 drengur, skalf ég frá hvirfli til ilja, ég gekk á fund hennar til að biðja um vinI!s Ruffner-f jölskyldan var nýflutt í gamalt hu sem hafði staðið autt um tíma. Húsgögn1^ þeirra hafði enn ekki verið komið fyrir’ 52 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.