Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 37
Hvernig Þvoið Þér ullðrflíkur? _öorglegt er til þess að vita, hve margar ungar Stnasður eyðileggja nýjar ullarflíkur í þvotti, s*18 klaufaskapar eða fávizku. **ei" eru góðar leiðbeiningar. Mælið fyrst flikina (axlabreidd, brjóstvídd, ^jaðmabreidd og ermalengd) og skrifið málið niður. Utbúið volgt sápuvatn (umfram allt ekki heitt). Ottizt þér, að flíkin láti lit, þá hellið 1 matskeið aí ediki út í vatnið. Hafið 2 skolvötn tilbúin, svo að þér getið sett '"kina beint út í, án þess að hún þurfi að liggja °g bíða, en það getur orðið afdrifaríkt, ef um er a* ræða flík, sem lætur lit. Sé síðara skolvatnið e*ki tært eftir notkun, þýðir það það, að þér Purfið að skola flíkina enn í einu vatni. Setjið undir öllum kringumstæðum edik í síð- asta vatnið, jafnvel þótt þér hafið sett það í SaPuvatnið. ; efjið flíkinni inn í handklæði og þrýstið vatn- ^U vel úr. ''egar að því búnu takið þér flíkina út úr hand- Wasðinu og leggið hana á þurrt stykki og teygið *&na j sína upprunalegu lögun eftir málinu. í'átið hana liggja hún er alveg þurr. á þessu stykki, þangað til NB. Prjónaðar flíkur má ekki þurrka á miðstöðvar- ofnum eða úti undir bem lofti og alls ekki í sól, þá eigum við á hættu, að þær upplitist — hvítar flíkur verða undan- tekningarlaust gul- ar. SUKKULAÐIMEDALIUR 100 gr smjör 200 gr sykur 2 lítil egg 275 gr hveiti V2 stöng vanilla % dl romm 3 matsk. kókó. Á plötuna: smjörlíki. Á milli: smjörkrem úr 1 eggjarauðu, 100 gr smjörlíki, 50 gr. flórsykri og niður- rifnum berki af 1 sítrónu. Til skrauts: hjúpsúkkulaði, möndlur. Hnoðið saman smjör, sykur og egg. Bætið út í hveiti gegnum sigti og hnoðið þetta vel saman á borðinu. Skafið innan úr hálfri vanillustöng og hnoð- ið því saman við, ásamt romminu og kókóinu. Fletjið deigið þunnt út og takið undan kringlóttu takkamóti, bakið kökurnar við vægan hita. Leggið þær saman kaldar tvær og tvær með smjörkremi og smyrjið bræddu hjúpsúkkulaðinu alveg yfir. Setj- ið lítinn topp af hökkuðum, ristum möndlum á hverja köku. HÚSRÁÐ — •fa Þér getið brýnt skæri með því að „klippa" nokkrum sinnum með þeim um flöskuhéls. TÍT Þér getið ákveðið, hvort egg er soðið, með því að rúlla því eftir borði. Soðið egg rúllar létti- lega, en ósoðið mun hægar. ¦^r óhrein spil má hreinsa með því að nudda þau með klút, sem vættur hefur verið í mjólk, að því búnu stráið þér barnapúðri á þau. -^C Vaxblettum má ná úr dúk með því að leggja dúkinn milli tveggja arka af þerripappír og strjúka með volgu straujárni yfir. ¦jc Tóbakslykt má fjarlægja úr herbergi með því að láta fulla skál af vatni standa þar inni yfir nóttina. HEIMILISBLAÐIÐ — 81

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.