Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 27
 <— Franska skáldkonan Francoise Sagan er 22 ára gömul og hefur þegar unn- ið sér heimsfrægð. Fyrir skömmu gifti hún sig. Nokkru fyrir brúðkaupið var hún í Ítalíu að kaupa sér nýjan bíl. Hún varð yfir sig hrifin af tveim bílum — og keypti þá báða. í vetur féll snjór á Kaprí, en það hefur ekki skeð í 75 ár. í Feneyjum, borg gondólanna, voru hin frægu farartæki hulin snæbreiðu. Mikill eldsvoði hefur eytt sögulegum timburhúsum frá Hansatímanum í Berg- en. Húsin eru frá 14. öld og eru fá orðin eftir af þessum sérkennilegu hús- um. —> í Hamborg hefur verið val- in fegurðardrottning árs- ins. Það er sýningarstúlka, Renate Thilo að nafni. Hún er 21 árs að aldri. —> <— Meðal hljóðfæraleikara í lúðrasveitum frá London og greifadæmum í S-Eng- landi, sem þreyta með sér samkeppni, var þessi 76 ára gamli maður, William Hanchett að nafni. Mikil þægindi bíða þeirra farþega, sem ferðast með hinum nýju flugvélum af tegundinni Douglas D.C.-8, sem SAS ætlar að láta fljúga á langleiðum. Hver farþegi hefur m. a. lítið borð og leslampa, eins og myndin sýnir. —> HEIMILISBLAÐIÐ — 71

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.