Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 30
„Hann hefði átt að sœkja mig. Ég hefði sannarlega fundið þá — og kálað þeim. En hann hefur auðvitað viljað gera út um þetta sjálfur til að geta komið til foringjans og sagt: Gjörðu svo vel og líttu á, hvað ég hef innt af hendi." „Þú getur gripið þá í kvöld," sagði Mang- ey. „En hvers vegna viltu endilega hafa hendur í hári þeirra?" „Það kemur þér ekki við," þaggaði Gór- illan niður í honum. „Snautaðu bara aftur um borð í þennan skítadall og reyndu að grynnka eitthvað á svaðinu á þilfarinu." Að svo mæltu skauzt hann inn í bifreiðina og setti í gang. „Hvar átti ég að bíða? Við vegamótin?" „Já, það sagði hann," anzaði Mangey. „Og þar á ég að sitja og góna út í loftið á meðan hann gerir upp við þá?" Hann bölv- aði ferlega. „En þetta er honum um megn. Hann nær aldrei í þá. Það er hægt að nota hann til að bíða að hurðarbaki með skamm- byssu í hendinni, en annars ekki." Hann setti bifreiðina í gír með miklu há- reysti, og hún hristist af stað eftir ósléttum skógarveginum. Um leið og hljóðið frá henni dó út, yfir- gáfu Mansel og Tómas felustað sinn. „Þá held ég, að þetta hafi verið auðvelt," sagði Mansel. „Þetta var ég búinn að segja. Og nú er bezt að þér farið aftur og grafið þann dauða." Þótt gildran hafi nú verið spennt og agn- inu komið fyrir, var engan veginn víst, að Shamer myndi nú bíta á. Það var ætlunin að ginna hann út í bátinn milli klukkan tíu og ellefu með Katrínu meðferðis. En Sham- er var tortrygginn að eðlisfari, og hann myndi fara að gruna margt, þegar hann sæi Júdas hvergi. Mansel og Tómas fylgdust með Mangey um borð og sáu hann hverfa niður undir þiljur. Þá kallaði Mansel alla saman og hvíslaði að þeim: „Ég veit ekki, hve Górillan mun bíða lengi við vegamótin, en ég veit, að hann hugsar sig tvisvar um, áður en hann ekur af stað og skilur Júdas eftir í hættu. Ég held því, að okkur sé óhætt að reikna með því, að hann verði þar, þangað til að fér 74 — HEIMILISBLAÐIÐ að birta af degi. Þá mun hann aka heim -~ til foringja síns — allt hvað af tekur. En, hvað um það, við verðum að reyna að elta hann. Ég þori ekki að yfirgefa bat- inn — ég treysti Mangey ekki úr fjarlæg Tómas verður að vera hér eftir hjá me • Það er bezt, að þið Marteinn og Carsov faT" ið á eftir Rolls Royce-bifreiðinni og bíðið á einhverjum hentugum stað við Roue veginn og eltið Górilluna um leið og ha» ekur fram hjá. Þér hafið númer bifreiðarm ar, Carsov?" Carsov hafði eftir númerið — en það v nokkuð, sem Tómas hafði ekki haft hugs"11 á að setja á sig. ., „Það er nú gott og blessað. Ef þið fiW* ákvörðunarstað hans, sem ég nú vona bezt, að Carsov yfirgefi bifreiðina og ^3' et teinn taki við stjórn hennar. Carsov veit> hvað hann á að gera. Marteinn ekur siða bifreiðinni í burtu, leggur henni á einhve góðan stað og læðist síðan hljóðlega a eftir Carsov. Tíminn mun skera úr því, hvem við náum sambandi við ykkur aftur. Tom verður hérna við lendingarstaðinn mest an tímann. Hefur annars nokkur nokkra lögu?" Það var nú ekki. , „Ágætt. Stingið þá af báðir tveir og sta" ' ið ykkur nú vel." Carsov og Marteinn hurfu. Skömrnu si , gekk Mansel undir þiljur til að hafa gal því, að Mangey lyki við það starf, sem na hafði af heimsku sinni tekizt á hendur- Tómas varð einn eftir á þilfari þessa ohug anlega farkosts. , .f Tómas stóð sjálfan sig að því hvað e annað að einblína niður með árbakkan eins og hann væri að bíða eftir því, að D* dauði kæmi til baka þá leið, hvort sem P var vegna þess, að hann var ringlað" atburðarásinni eða vegna þeirrar sögfi » Mangey hafði sagt Górillunni um Júdas, ^ hann hefði læðzt af stað niður með flj°tl0 til að hafa upp á tveimur slæpingjum- . Það var tunglskin og hugsanir Tom flögruðu til unnustunnar. Hann granl(i? ^jý ir glötuðu tækifæri — ef Júdas hefði _ , verið myrtur — hefði hún verið írels kvÖM- -9-Fíafði Hvar var hún? Hvernig leið hennií na J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.