Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 6
KARATLIN (Skráð hefur EIRÍKUR G. ÍSFELD á Hesteyri í Mjóafirði um 1891) Skútunni Karatlín var haldið út á há- karlasetur. Skipstjórinn, sem með hana var, hét Jón, en stýrimaðurinn Höskuldur. Harðduglegur maður, er lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Einu sinni sem oftar sigldu þeir inn á Fáskrúðsfjörð á laugardegi um hausttíma. Þegar búið var að kasta ekkerum og allt var komið á sinn stað, sem það átti að vera á skútunni, vilja skipverjar allir fara í land til að hressa sig eftir sjóvolkið, utan Höskuldur stýrimaður einn. Hann vill með engu móti fara, heldur verða eftir um borð og gæta skipsins. Skipverjar létu hann um það og fóru allir í land á skips- jollunni, er trauðlega gat borið þá, og segja um leið við Höskuld, að ekki skuli þeir verða lengi í landi. Það var orðið dagsett, þegar þeir fóru, og veður var hið bezta. Höskuldur fer niður í káetu og kveikir á lampanum, tekur sér svo skemmtibók í hönd og fer að lesa í henni til afþreyingar. Eftir nokkurn tíma að hann er niður setzt- ur, þá heyrir hann, að báti er rennt að skipssíðunni með miklum hávaða og ólát- um, svo hann hugsar þá komna vera, sem í land fóru, og að þeir muni illa ölvaðir. Einnig heyrðist honum þeir vera að þrátta og þrefa sín á milli um eitthvað. Síðan heyrir hann þá koma upp á þilfar, svo hann tekur lukt, er var þar niðri í káetunni, kveikir á henni og fer síðan upp til að taka á móti þeim. Þegar hann er kominn upp, þá sér hann engan mann og ekki heldur neinn bát við skipið og heyrði ekk heldur neitt. Allt var komið í dúnalogn, og kyrrð og spekt hvíldi yfir öllu. Honum verður því heldur bilt við, fer aftur ofan í káetuna og fer að lesa í bókinni. En rétt í því, að hann er setztur niður til rólegheita, þá heyrir hann 94 aftur, að það er gengið eftir dekkinu og farið að tilreiða seglunum. Köðlum er hen og sent og gengið er á gangspilið we miklum hávaða og gauragang. Hann heyi'" ir þá líka buldra mikið, en greinir ekki eit einasta orð. Hann fer tvisvar upp eftir þetta, en verður einskis var, sér engan og heyrir ekkert og allt er með kyrrum kjörum, ein® og það átti að vera. Hann fer því niður i þriðja skiptið við svo búð, en undir eins og hann er setztur, þá heyrir hann aftur sömu ólætin og áður, en fer nú ekki upP oftar, því hann sér nú, að þetta mun 1 ekki einleikið vera, heldur beið átekta, e sín yrði vitjað niður í káetuna. Svona gekk þetta alla nóttina til moi'g" uns að birta fór af degi, «n þá komu skip' verjar úr landi. Höskuldur sagði Þelí?.’ hvers hann hefði orðið var, og að sér hef 1 ekki komið dúr á auga alla liðlanga nó ina. Jafnframt sagði hann, að þeir v®fu allir feigir, sem á skútunni yrðu eftirleið1®; og það væri nú af sér að segja, að hann f®ri af henni undir eins í dag og yrði aldro1 henni framar, svo lengi sem guð gsefi se lífið. Hinir sögðu hann dreymt hafa 0 hlógu dátt að honum. Hann kvað þá nieS' hafa það eins og þeir vildu, en bað kuni^ ingja sína að koma með sér og ganga a^ skútunni. Þeir vildu það ekki með nein móti og sögðu, að þetta væri tóm vitleys og hégilja. — En áður en Karatlín lagðl aftur, var Höskuldur stýrimaður af hen genginn. s. Samt kom hún heil og höldnu úr P um túr og inn á Seyðisfjörð, því þaðan var hún henni haldið út á seturnar, og þar val líka látin standa uppi um veturinn. ^ ust menn, er framhjá henni gengu, hey ^ frá henni ærinn glaum og hávaða, he HEIMILISBLAB111

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.