Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.05.1961, Blaðsíða 13
 eröld ilmsins ■^EPskynjunin er e. t. v. næmust allra syknjana vorra. Heilbrigður og eðlilegur ttiaður getijr greint ilminn af 1/200 millj- ónasta hluta úr rósviðarsmjörsgrammi — °e svo lítið magn af moskus sem 0,000,- °°0,000,000,000,01 gramm. En metið á þó k^ennisteinsblandan merka'ptan: 460,000,- *^0. hluti af milligrammi nægir til að hafa áhrif á þefskynjunina! Samt sem áður bendir margt til þess, að við séum að glata þefskyninu. Vel þjálfað nef nútímamannsins getur án efa greint ^ismun á tugum lyktartegunda. En þefj- unartækni okkar má þróa næstum ótrú- ie6a vel. Blint fólk „sér“ í rauninni með nefinu, og við störf þar sem næmt nef er skilyrði fyrir góðri frammistöðu — t. d. Vlð mjólkur-, olíu-, vín- og ilmvatnaiðnað- 'Hn — getur nef sérfræðingsins greint allt að 9000 mismunandi lyktartegundir. . Lyktar-,,tæki“ okkar er hið eina af skiln- lngarvitunum, sem vísindamenn ekki geta £ert neina eftirlíkingu af, ellegar bætt upp 111 eð neinni véltækni. Ekkert tæki þekkist, sern getur sundurgreint þúsundir tegunda ilmi og uppgufun. Ofarlega í nefinu er ^iimhimnublettur á stærð við lítið frí- ^fki. Undir slímhimnu þessari er fjöldi ílöngum frumum, sem hver um sig skýt- p1 3-—5 „þefhárum“ upp á yfirborðið. ^Umur þessar hafa svo aftur samband 10 haugaþræði. Hvor nasholan um sig hef- 1 Umráð yfir 1900 taugastöðvum, sem a 24 tengsl við heilann. Það, sem við ^JUium lykt af, myndar eins konar „ský“ st ^eindum, og það er einmitt hinn sér- ði útbúnaður þessara sameinda, sem hv- ^uiarfuHum hætti tjáir heilanum, um uða lykt er að ræða hverju sinni. haj.^hyn.iunin, bragðið og sjónin eru nokk iítið tengdar skynjanir. I myrkri er revl/.Urn ve&inn sama, hvaða tóbak maður get lr’ 0íí Jaínvel færustu vínþekkjendur a bá ekki fundið mun á hvítvíni og púrt- víni. Þegar við tyggjum matinn, losnar um lyktarefni, sem berast upp 1 nefið í hvert sinn sem við kingjum — og þá fyrst njót- um við þess að borða og drekka ilmandi fæði. Séum við illilega kvefuð, verður jafn- vel hinn gómsætasti réttur aðeins sem volgt og þykkt hlaup uppi í okkur. Svo er fyrir að þakka samstarfi nefs, tungu og auga, að við getum með gleði notið gróðurilmsins á vormorgnum, andað að okkur ferskum ilmi af nýslegnu heyi, bylgjandi reyk úr tóbakspípunni eða harp- ixreyknum af grenitrénu á jólunum. Og i heila okkar er ,.spjaldskrá“ yfir sérhverja þá lykt, sem við höfum kynnzt, þannig að við getum sundurgreint hana óðara er við finnum hana, og skipað henni sinn sess, sé hún öldungis ný fyrir okkur. Samt sem áður tekst þefskynjun vorri ekki að greina nema brot af því, sem sum- ar dýratugundir eru færar um. Meðal spen- dýranna á fíllinn það met að geta greint lykt í hálfs kílómeters fjarlægð. En það sem fiðrildunum tekst á þessu sviði, hlýt- ur að undra jafnvel hinn tortryggnasta náttúruskoða. Lesið bara, hvaða niðurstöðu einn fiðrildasérfræðingur komst að: Hann lokaði nýklakið næturfiðrildi í eld- stokk, en aðeins skamma stund. Er hann hafði tekið fiðrildið aftur úr stokknum, stakk hann honum tómum í vasann, fór í þykkan yfirfrakka og tók sér þvínæst göngu út með skógarjaðrinum. Ekki hafði hann gengið lengi, er tugir karlfiðrilda af sömu tegundd tóku að sveima kring um hann. Þeir fundu — jafnvel úr margra kílómetra fjarlægð — angan þá, sem kven- fiðrildið hafði skilið eftir í eldspýtustokkn- um. Enda þótt angan sú, sem var í stokkn- um, þyrfti fyrst að fara gegnum buxur mannsins og frakka, rötuðu karlfiðrildin á rétta uppsprettu þess ilms, sem barst þeim! Blóðhundurinn hefur ekki, eins og marg- ir halda, hlotið sitt skelfilega nafn af því, að hann sé blóðþyrstur, heldur sökum þess að hann hefur „gott blóð“ í æðum og þar af leiðandi hina betzu hæfileika þroskaða í ríkum mæli. Hann á auðvelt með að þefa uppi fótspor sérstaks manns í fjölförnustu umferð. Þar sem þefflöturinn í nefi okkar Milisblaðið 101

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.